en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/22960

Title: 
 • Title is in Icelandic Sjálfsmynd, trú á eigin getu og skuldbinding til náms : er munur milli nemenda í sérkennslu vegna námserfiðleika og jafnaldra þeirra án námserfiðleika?
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmið þessarar rannsóknar var að skoða almenna sjálfsmynd, námslega sjálfsmynd, trú á eigin getu og skuldbindingu til náms hjá grunnskóla-nemendum með eða án námserfiðleika. Þátttakendur voru 116 nemendur í 4.-7. bekk í fjórum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim voru 39 nemendur í sérkennslu, vegna sértækra námserfiðleika í íslensku og/eða stærðfræði og 77 nemendur sem ekki fengu sérkennslu. Þátttakendur voru á aldrinum 8 ára og 11 mánaða til 12 ára og 10 mánaða, 57% þeirra voru drengir og 43% stúlkur. Meðalaldur þátttakenda var 10 ára og 10 mánaða í upphafi rannsóknar.
  Þessi rannsókn var hluti af stærri rannsókn sem fer fram í fjórum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu næstu þrjú árin. Markmið þeirrar rannsóknar er að skoða áhrif breytinga á kennsluaðferðum á nám, líðan og sjálfsmynd nemenda með námserfiðleika.
  Gögnum var safnað með lista spurninga sem að hluta voru fengnar af viðurkenndum listum. Almenn sjálfsmynd og sjálfsmynd í námi voru metnar með 17 spurningum af listanum Self-Perception Profile for Learning Disabled Students (Renick og Harter, 2012) og 15 spurningum af Self Description Questionnaire I (SDQ I) (Marsh, Relich og Smith, 1981). Trú á eigin getu í íslensku og stærðfræði var mæld með 8 spurningum sem samdar voru með hliðsjón af leiðbeiningum Bandura (2006) og spurningum um svipað efni úr Skólapúlsinum (Almar Miðvík Halldórsson, 2011b). Skuldbinding til náms var metin með 9 spurningum úr rannsókn Kristjönu Stellu Blöndal og Sigrúnar Aðalbjarnardóttur (2014).
  Til að meta mun á milli miðgilda hjá nemendum í sérkennslu vegna námserfiðleika og jafnaldra án námserfiðleika var notað Mann-Whitney U próf. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að nemendur sem eru í sérkennslu vegna námserfiðleika voru með marktækt neikvæðari sjálfsmynd í lestri og stærðfræði en nemendur sem eru ekki í sérkennslu. Það mældist þó ekki marktækur munur milli hópanna á námslegri sjálfsmynd né almennri sjálfsmynd. Varðandi trú á eigin getu í stærðfræði og íslensku reyndust nemendur í sérkennslu vegna námserfiðleika hafa marktækt minni trú á sinni getu heldur en nemendur sem eru ekki í sérkennslu. Enginn marktækur munur reyndist vera á hópunum varðandi skuldbindingu til náms. Eini marktæki munurinn milli kynja reyndist á eigin mati þátttakenda á neikvæðri hegðun í skóla sem er einn þáttur skuldbindingar til náms. Þar mátu drengir sig sýna neikvæðari hegðun en stúlkur. Þessar niðurstöður benda til þess að skólar þurfi að aðstoða nemendur í sérkennslu enn frekar við að bæta námsárangur, sjálfsmynd og trú á eigin getu á því sviði sem þeir eiga í erfiðleikum með.

Accepted: 
 • Sep 21, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22960


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Anna Jóna Sigurðardóttir.pdf1.72 MBOpenHeildartextiPDFView/Open