is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22961

Titill: 
  • Sjálfbærni til framtíðar : útikennsla og sjálfbærni í íslenskum grunnskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í upphafi 21. aldar horfum við fram á margbreytilegar áskoranir í heiminum. Áskoranir sem tengjast gerðum okkar og þeim áhrifum sem þær hafa á jörðina. Mikið er undir því komið að við lærum að bregðast við slíkum áskorunum. Íslensk stjórnvöld hafa meðal annars brugðist við með því að setja hugtakið sjálfbærni sem einn grunnþátta menntunar í aðalnámskrár þriggja skólastiga. Menntun til sjálfbærni á því að endurspeglast í öllu námi og kennurum ber að vinna að því.
    Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvernig kennarar standa að sinni útikennslu og með hvaða hætti þeir vinna með hugtakið sjálfbærni í útikennslunni. Skoðað er hvernig þátttakendur sjá samspil útikennslu og sjálfbærni. Þetta er fyrirbærafræðileg rannsókn sem byggir á viðtölum við fimm reynda útikennslukennara á grunnskólastigi.
    Viðmælendur sýndu allir góðan skilning á hugtakinu en fannst það viðamikið og flókið. Hægt væri að skilja það á mismunandi hátt. Þeir töldu margar leiðir til að stuðla að menntun til sjálfbærni með útikennslu. Kennarar litu á útikennslu sem leið til að skerpa á hugmyndum um sjálfbærni. Nefndu þeir mikilvægi á upplifun hringrása, virðingu fyrir náttúrunni og að nemendur átti sig á áhrifum eigin gjörða. Viðmælendur voru allir þeirrar skoðunar að útikennsla gæfi menntun til sjálfbærrar þróunar verulega aukið gildi. Útikennsla gefur nemendum tækifæri til þess að styrkja eigin sjálfsmynd, efla virðingu sína og skilning á náttúrunni ásamt því að átta sig á eigin gildum og viðhorfum. Það er sá grunnur sem þeir þurfa að byggja á svo efla megi skilning þeirra á sjálfbærni. Kennarar voru sammála um að slíkt gerist með því að skapa nemendum tækifæri til að tengjast náttúrunni, læra á eigin styrkleika og efla getu þeirra til að takast þannig á við áskoranir. Viðmælendur töldu að allt sem gert er skipti máli í hinu víða samhengi og að lykilatriði sé að setja upp sjálfbærnigleraugun til að átta sig á þeim tækifærum sem verða á vegi okkar til frekari fræðslu.

Samþykkt: 
  • 21.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22961


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjálfbærni_til_framtíðar.pdf928.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna