is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22964

Titill: 
 • Bæjarhellan : þróunarverkefni í Grunnskólanum á Hellu
 • Home, Sweet Home : School Developmental Project
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þetta verkefni fjallar um innleiðingu þróunarverkefnis í Grunnskólanum á Hellu vorið 2014. Verkefnið er lagt fram í formi vefseturs, auk greinargerðar og markmið þess er að leggja mat á hvernig til tókst.
  Markmið þróunarverkefnisins, sem fékk nafnið Bæjarhellan, var að efla foreldrasamstarf við Grunnskólann á Hellu, auka ánægju nemenda og kennara og efla fjölbreytileika í skólastarfi.
  Bæjarhellan byggist á því að kennarar, nemendur og foreldrar vinni saman að því að líkja eftir lýðræðissamfélagi þar sem nemendur leika aðalhlutverk. Höfundur stjórnaði innleiðingunni og var tilgangurinn að skoða áhrif hennar á skólastarfið. Í því skyni var rætt við nemendur, starfsfólk skólans og foreldra.
  Rannsóknarspurningin var: Hvernig tókst innleiðing þróunarverkefnisins Bæjarhellunnar í Grunnskólanum á Hellu? Undirspurningar beindust að því hvort Bæjarhellan hefði áhrif á viðhorf nemenda, foreldra og starfsfólks til skólans; hvaða ávinningur hlaust af verkefninu og hvaða áhrif það hafði á samstarf heimilis og skóla.
  Til að meta hvernig til tókst var beitt eigindlegum aðferðum og var gögnum safnað frá mars til júní 2014 með þeim hætti að tekin voru hópviðtöl við nemendur, foreldra og starfsfólk skólans. Einnig var haldið utan um öll þau gögn sem urðu til í tengslum við verkefnið sem síðar var safnað saman á vefsíðu verkefnisins, sjá á þessari slóð: http://baejarhellan.wordpress.com/.
  Í greinargerðinni er fjallað um þá hugmyndafræði sem býr að baki þróunarverkefninu og hvernig það tengist kenningum hinna ýmsu fræðimanna. Skoðuð eru tengsl verkefnisins við Aðalnámskrá grunnskóla og sjónum beint að því hversu vel það tengist sex grunnþáttum menntunar og þeirri lykilhæfni sem ætlast er til að nemendur búi yfir við lok skólagöngu sinnar.
  Á vefsíðunni sem búin var til í tengslum við verkefnið er að finna allar helstu upplýsingar um verkefnið svo aðrir skólar og kennarar geti nýtt sér það.
  Niðurstöður leiddu í ljós að allir þátttakendur verkefnisins töldu að það hefði haft jákvæð áhrif á viðhorf til skólans, að samstarf heimilis og skóla hefði aukist og að ávinningur hefði í heild orðið mikill; stuðlað að betra skólastarfi, betri samskiptum og auknu sjálfstrausti nemenda.

 • Útdráttur er á ensku

  This study revolves around the implementation of a development project at Hella Compulsory School in the spring of 2014. The project is presented as a website and an accompanying report. The aim is to evaluate the success of the project.
  The aims of the project, called Bæjarhellan (‘Home, Sweet Home’), are to promote parent cooperation within the school, improve pupils’ and teachers’ attitudes towards the school and foster diversity.
  Bæjarhellan is based on the cooperation of teachers, pupils and parents, who work together to simulate a democratic society in which pupils play a leading role. The implementation of this project was managed and observed by the author and the aim was to evaluate the project’s impact. To this end, group interviews were conducted with pupils, school staff and parents.
  The main research question was: How successful was the implementation of Bæjarhellan at Hella Primary School? Sub-questions concerned whether or not Bæjarhellan had had an effect on the attitudes of pupils, parents and school staff, what was gained from the project, and what the impact was on home and school cooperation.
  Qualitative methods were used to evaluate the success of the project. Data were collected from March to June 2014 by means of group interviews with pupils, parents and staff. All data emerging in connection with the project were gathered and presented on the website of the project (http://baejarhellan.wordpress.com/, in Icelandic).
  The accompanying report deals with the ideological aspects underpinning the development project and how this relates to theories expounded by various academics. It analyses the relationship between the project and the National Curriculum and focuses on how well it links up with six basic pillars of education and the key competencies that students are expected to have achieved at the end of their schooling.
  The Bæjarhellan website contains all the main information about the project, which is accessible to other schools and teachers.
  The findings showed that all participants felt that the project had had a positive effect on attitudes towards the school, increased home and school cooperation, and been on the whole highly beneficial. The project was felt to have contributed to better teaching and learning, fostered better communication and increased pupil self-esteem.

Samþykkt: 
 • 21.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22964


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eydís Hrönn, lokaskjal.pdf580.49 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna