Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22966
This paper’s aim is to estimate asset correlation in a corporate loan portfolio of an Icelandic bank for the period 2004 to 2013. Estimating asset correlation is a widely used method to measure obligors’ default dependence on systematic risk. Asset correlation was estimated in portfolio by using the maximum likelihood method to derive the correlation from the time-series of defaults using the asymptotic single risk factor model theory.
The motivation of this paper is based on the assumptions in internal rating-based approach of the Basel II Capital Accord that asset correlation should lie between 3% to 24% depending on firm size and obligor’s probability of default. These assumptions are examined along with related literature and theories are reviewed.
The empirical results of this paper are that asset correlation is relatively low for the entire loan portfolio compared to assumptions in the internal rating-based approach but the results are in concordance with results of similar papers on asset correlation. The results suggest that asset correlation is dependent on firm size as correlation increases with firms’ total assets and total loan amount while the results on probability of default are not decisive as it seems that there is no unambiguous correlation between asset correlation and the bank’s internal rating grades.
Tilgangur þessarar ritgerðar er að áætla eignafylgni (e. asset correlation) í fyrirtækjalánasafni íslensks banka fyrir tímabilið 2004 til 2013. Að áætla eignafylgni er þekkt aðferðarfræði til þess að meta samband vanefnda skuldara og kerfisáhættu. Hámarkssennileikaaðferð (e. maximum likelihood method) var notuð til að meta eignafylgni út frá sögulegum vanefndum með ASRF (e. Asymptotic single risk factor) líkani.
Forsendur Innramatsaðferðar í Basel II, að eignafylgni sé milli 3% til 24%, háð stærð fyrirtækis og líkum á vanefndum, eru hafðar að leiðarljósi í ritgerðinni. Þessar forsendur eru rannsakaðar ásamt því að farið er yfir rannsóknir og kenningar um eignafylgni.
Niðurstöðurnar ritgerðarinnar eru þær að eignafylgni er frekar lág í lánasafninu samanborið við forsendur í Innramatsaðferðinni en aftur á móti eru niðurstöðurnar í samræmi við svipaðar rannsóknir. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að eignafylgni ræðst af stærð fyrirtækja þar sem eignafylgni eykst með heildareignum og heildarútlánum félaga. Aftur á móti eru niðurstöður um tengsl líkinda á vanefndum og eignafylgni ekki jafn afgerandi og benda niðurstöðurnar ekki til þess að það sé ótvíræð fylgni milli þessara þátta.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Einar Már Birgisson.pdf | 1.26 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |