is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22967

Titill: 
  • „Ekki allt saman gullslegið“: Upplifun Íslendinga af starfi sem flugfreyjur og -þjónar í Sameinuðu arabísku furstaveldunum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Flugfélög í Sameinuðu arabísku furstaveldunum hafa ráðið Íslendinga til starfa sem flugfreyjur og -þjóna. Íslendingar sem sótt hafa slík starfstækifæri hafa unnið í starfsumhverfi sem er ólíkt íslensku starfsumhverfi. Rætt var við níu Íslendinga sem starfað höfðu sem flugfreyjur og –þjónar hjá flugfélagi í Sameinuðu arabísku furstaveldunum og var markmiðið að skyggnast inn í upplifun þeirra. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð, nánar tiltekið fyrirbærafræði, og var gögnum safnað með djúpviðtölum. Niðurstöður leiddu í ljós að viðmælendur upplifðu að óttablendið andrúmsloft væri ríkjandi. Lýsingar þeirra á stjórnunarháttum áttu margt sameiginlegt með einræðislegum stjórnunarháttum. Viðmælendur upplifðu valdafjarlægð og vantraust yfirmanna. Þeir upplifðu líkamlega og andlega vanlíðan á tímabilinu og upplifðu óþægindatilfinningu við það að hafa takmörkuð réttindi. Þeir nutu ýmissa fríðinda í starfi en þótti flókið og tímafrekt að sækja þau. Flestir voru sammála um að álag hefði fylgt því að starfa í fjölþjóðlegu umhverfi. Til þess að minnka álagið gerðu viðmælendur ráð fyrir ákveðinni hegðun frá ákveðnum hópum og flokkuðu þannig fólk. Þá voru viðmælendur sammála um að lítið væri talað um það neikvæða sem tengdist starfinu og að almenningur sæi gjarnan starfið og lífið í kringum það í hillingum. Viðmælendur voru þó sammála um það að reynslan hefði verið dýrmæt og að þeir hefðu ekki viljað sleppa tækifærinu sem gafst.

Athugasemdir: 
  • Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í fimm ár.
Samþykkt: 
  • 21.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22967


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrún Erna Sævardóttir.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna