is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22968

Titill: 
 • „Haltu áfram að vera eins og þú ert, svona lifandi“ : starfendarannsókn nýliða í kennslu
 • Titill er á ensku “Keep on being the way you are; so alive” : an action research project by a new teacher
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um rannsókn nýliða í kennslu í grunnskóla þar sem hann skoðaði hvernig hann brást við og leysti úr þeim hindrunum sem urðu á veginum.
  Fimmta og síðasta árið mitt í grunnskólakennaranámi bauðst mér starf umsjónarkennara í þriðja bekk. Samhliða námi mínu í Háskóla Íslands vann ég því sem kennari og fékk þann innblástur strax að hausti að nýta þá þekkingu til að nota í lokaritgerð þessa. Tilgangur þessarar rannsóknar var að leita svara við spurningunum hvernig skipulag kennara og samskipti hans við nemendur hefðu áhrif á samvinnu nemenda og hvernig nýliða í kennslu gengi að kenna nemendum að vinna saman. Markmiðið var að skoða sjálfa mig sem kennara og ígrunda starf mitt sem umsjónarkennari í grunnskóla. Í rannsókninni var sjónum beint að kennslu afmarkaðra viðfangsefna þar sem áhersla var lögð á samvinnunám.
  Rannsóknin var starfendarannsókn og var ég því bæði rannsakandinn og einnig viðfangsefnið ásamt nemendum mínum. Ég safnaði gögnum um skipulag mitt, skráði viðbrögð nemenda minna við fyrirmælum og verkefnum í dagbók, tók ljósmyndir af vinnu nemenda og verkefnum og hljóðritaði það sem fram fór í kennslustundum. Við greiningu gagna var stuðst við viðmið um starfendarannsóknir og amboð faglegrar starfskenningar.
  Helstu niðurstöður eru þær að á rannsóknartímanum lærði ég að ígrunda reynslu mína og greina nám og störf nemenda. Með því að leggja áherslu á samvinnu nemenda greindi ég með tímanum að hjálpsemi og sjálfstæði þeirra jókst við vinnu. Á þessum tíma færðist hlutverk mitt í þá átt að leiðbeina nemendum í stað þess að stýra þeim. Að vinna á þennan hátt tel ég árangursríka leið fyrir kennara til að þróast í starfi og stuðla að því að samhugur aukist milli nemenda.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this essay is a study conducted by a new teacher in a primary school and how she reacted to and solved obstacles she came across.
  My fifth and final year in teacher education I was offered the job of classroom teacher in third grade. Alongside my studies at the University of Iceland I therefore worked as a teacher and decided that autumn to use that experience for my final thesis. The purpose of my research was to seek answers for how a teacher’s organizational skills and his communication with students affected their teamwork and how a new teacher managed to teach students how to work together. My goal was to look at myself as an educator and evaluate my job as a classroom teacher in primary school. In this study the focus was on teaching particular subjects that emphasized cooperative learning.
  This was an action research where I was the researcher as well as the subject, along with my students. I collected data on my organizational skills, noted my students’ reactions to instructions and projects in a journal, took photographs of my students’ projects and audio recorded what went on in the classroom. When analyzing the data I followed the parameters of action researches and utilized the tools given in professional working theory.
  The main results were that while conducting the study I learned to examine my experience and analyze my students’ progress. By emphasizing student cooperation I was able to detect as time went on, that their helpfulness and independence grew with each project. During this time my role changed from simply directing my students to guiding them. I believe this to be an effective way for teachers to develop in their work as well as encouraging harmony among the students.

Samþykkt: 
 • 21.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22968


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dagný_Gísladóttir_Haltu áfram að vera eins og þú ert, svona lifandi.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna