is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22972

Titill: 
 • Upplýsingatækni og samvirkar aðferðir í læsiskennslu : gagnvirka rafbókin Gula sendibréfið
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Greinargerð þessi er hluti af lokaverkefni til M.Ed.-gráðu í upplýsingatækni frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Lokaverkefnið er annarsvegar gagnvirk rafbók fyrir spjaldtölvur til að nota við læsiskennslu yngri barna og hinsvegar þessi greinargerð. Rafbókin er mestmegnis unnin í hugbúnaðinum iBooks Author og er ætluð til notkunar í iPad, spjaldtölvum frá Apple.
  Í greinargerðinni verður fjallað um læsi, skilgreiningar á því og aðferðir í læsiskennslu, sérstaklega samvirkar aðferðir. Notkun upplýsingatækni í kennslu læsis verður skoðuð en einnig upplýsingatækni í skólastarfi almennt og þróun þess hér á landi. Farið verður yfir sviðið að einhverju marki, möguleikar og verkfæri skoðuð og leitast við að greina stöðu og þróun þessara mála, auk þess sem málin verða reifuð í ljósi reynslu minnar og aðstæðna. Rafbækur fyrir lestrarkennslu verða skoðaðar og fjallað stuttlega um þróun þeirra og framboð. Að lokum verður nokkuð ítarlegur kafli um gerð gagnvirku rafbókarinnar, markmið, uppbyggingu og framkvæmd.
  Verkefnið er að hluta til byggt á áralangri reynslu höfundar af lestrarkennslu í yngstu bekkjum grunnskólans og horft er til hugmynda um samvirkar aðferðir í kennslu læsis. Í verkefninu er áhersla lögð á samþættingu námsgreina. Bókin Gula sendibréfið eftir Sigrúnu Eldjárn er notuð sem grunnur að rafbókinni, en efni bókarinnar býður upp á góða tengingu við náttúru- og samfélagsgreinar. Í sögunni er gæðatexti, hún er spennandi og gefur tækifæri til umræðna um ýmsa þætti, svo sem margvíslegar fjölskyldugerðir, uppruna fólks og útlit. Þetta getur aukið víðsýni og hvatt lesandann til umburðarlyndis. Sagan er hljóðsett og bætt við hana fróðleik um ýmis efni sem tengjast bókinni, einnig býður hún upp á gagnvirk verkefni sem ýta undir ólíka þætti læsis, svo sem hlustun, vinnu með orðaforða, ritun, stafsetningu og lesskilning. Að auki eru í bókinni stuttir kvikmyndabútar með fræðandi texta, hljóðskrár og fleira.
  Litið er svo á að með því að nota upplýsingatækni við kennslu og þjálfun læsis megi ná til fleiri barna, vekja áhuga og auka fjölbreytni í kennsluháttum. Í Aðalnámskrá grunnskóla kemur fram að megintilgangur í kennslu í upplýsinga- og tæknimennt sé að gera nemendur læsa í víðum skilningi, þjálfa gagnrýna hugsun og tryggja grunnþekkingu á sviði tæknifærni og miðlunar (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012).
  Spjaldtölvuvæðing hefur verið allnokkur í grunnskólum landsins undanfarin ár og virðist ekkert lát þar á. Með gagnvirku rafbókinni er ætlunin að auðvelda kennurum að bæta upplýsingatækninni inn í læsiskennsluna á auðveldan hátt.

Samþykkt: 
 • 21.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22972


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerd.pdf1.46 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna