is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22982

Titill: 
  • Þemaverkefni fyrir miðstig í hönnun og smíði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis var að búa til þemaverkefni fyrir hönnun og smíði fyrir miðstig með áherslu á sköpun og form náttúrunnar. Vegna áherslunnar á form náttúrunnar var ákveðið að samþætta verkefnið við náttúrufræði og unnið var út frá kennslubókinni Líf á landi í hugmyndavinnunni og við skipulag verkefnisins.
    Þemað var vistkerfi á Íslandi og hvað er að finna í hverju vistkerfi fyrir sig. Í þemaverkefninu voru útfærðar þrjár nálganir eftir þrem ólíkum vistkerfum og sérkennum þeirra. Áhersla var lögð á aðferðina tálgun og tálguð voru tré, plöntur og dýr. Tálgun varð fyrir valinu vegna þess að aðferðin er rótgróin handverksaðferð og reynir á sköpun hvers og eins. Aðferðin er fjölbreytt í eðli sínu og efniviðurinn er aðgengilegur. Þegar færninni er náð er auðvelt fyrir nemendur að tálga hvar sem er á sjálfstæðan hátt. Ferlið var skráð, allt frá hugmyndavinnu að lokaafurð og í lokin var sett saman myndband af afrakstrinum.
    Þemaverkefnið var samið með áherslu á að gera skapandi verkefni fyrir hönnun og smíði til að stuðla að fjölbreytni í námsgreininni. Í greinargerðinni er fjallað um samþættingu, þemanám og útikennslu ásamt kenningum um nám og áherslur sem birtast í aðalnámskrá grunnskóla. Þá er sérstaklega gerð grein fyrir grunnþáttunum læsi, sjálfbærni og sköpun þar sem sérstaklega var horft til þeirra við gerð verkefnisins.

Samþykkt: 
  • 21.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22982


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni_JuniaSig_Lokaeintak.pdf5.51 MBLokaður til...20.06.2040HeildartextiPDF