is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22983

Titill: 
 • Ólán að gleyma bókinni! : kennsla stærðfræðiáfanga á vefnum
 • Titill er á ensku Oops! I forgot the textbook : teaching math course online
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Með tilkomu internetsins hafa þróast nýjar kennsluaðferðir og leiðum nemenda til náms fjölgað. Einnig hefur orðið bylting í þróun hugbúnaðar til náms og kennslu. Þróun í námsefnisgerð er forsenda þess að skólakerfið geti lagað sig að þessum breytingum. Í þessu 30 eininga verkefni er reynt að koma til móts við þessa þörf. Samið var verkefnahefti þar sem sum verkefnanna eru gagnvirk á netinu. Einnig er breytt út af þeirri venju að kennslubók sé þungamiðjan en þess í stað voru gerð vídeó sem eiga með sjónrænum hætti að hjálpa nemandanum við merkingarsköpun hugtaka. Námsefnið er stærðfræði sem afmarkast við vigra og hornaföll.
  Verkefnið var unnið þannig að verkefnabókin var skrifuð í umbrotsmálinu LaTeX. Fyrirlestraröðin var unnin með því að teikna flatarmyndir í forritinu GeoGebra, og gerð voru vídeó út frá þeim. Að lokum var valið vefkerfi og notendaviðmót með það fyrir augum að vefurinn myndi þægilegt vinnuumhverfi í stað þess að draga athyglina frá námsefninu.
  Viðfangsefni greinargerðarinnar eru fjölbreytt og snúast þau að stærstum hluta um eftirfarandi hugleiðingar: Hvaða námsþættir í stærðfræði framhaldsskólanna eru best til þess fallnir að nota upplýsingatækni við merkingarsköpun þeirra? Hverjar eru hugmyndir höfundar um góða stærðfræðikennslu? Hvernig getur áðurnefnd vefeining orðið betra námsefni en það sem þegar er til um svipað efni? Hvað á að kenna í námseiningunni og hverjum? Stærsta spurningin er þó hvort sú fastmótaða hefð að vera með útgefna kennslubók í stærðfræði þarfnist endurskoðunar.
  Í nútímanum verða mörkin milli bóka og margmiðlunarefnis stöðugt óljósari. Vel mætti hugsa sér vel unnið pdf-skjal sem bók, en einnig mætti nefna rafbækur í þessu sambandi. Helsta niðurstaða mín er sú að kennslubókin í sinni hefðbundnu mynd gagnist hvorki nemendum með mikla lestrarörðugleika né þeim sem gleyma að taka hana með sér í skólann enda felur titill verkefnisins það í sér!

 • Útdráttur er á ensku

  Since the emergence of the internet, people have been trying to use it for innovation in teaching. With new methods and ever-evolving software industry, new ways of teaching have been introduced and students‘ options have increased. The same evolution in learning materials is essential for school systems to adapt successfully to these new online methods. This 30 credit project is an attempt to help this process. This includes a workbook where some of the projects are interactive online. Also, a new approach is introduced whereas instead of a textbook being the center of the studies, a series of lectures and videos are online to help students visually assign meaning to various concepts. The focus of study here is mathematics centered on vectors and trigonometric functions.
  The project has a workbook, written in the LaTeX markup language. The online lectures and videos have pictures drawn in the GeoGebra software. Finally, a web-system was chosen as well as an user interface, focusing on a comfortable working environment instead of moving focus off the curricula.
  The project‘s tasks are varied, but are for the most part centered on the following questions: Which parts of math studies in high schools/universities are best suited for the use of visual multimedia? What are the author‘s ideas about productive math studies? How can math studies with the use of multimedia be better than previously established methods? What should be taught and for whom? The biggest question is, however, whether the tradition of using textbook in printed format may need to be reconsidered. In the modern world the line between books and multimedia is becoming a bit blurred. In theory, an elaborate pdf-file could even pass as a book; as well as e-books. The main conclusion is that the traditional textbook is less effective in math studies, especially for those with reading difficulties and of course those who forget to bring the book to class!

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 21.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22983


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ólán að gleyma bókinni!.pdf744 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna