is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22984

Titill: 
  • Notkun efnarafals með aðstoð brennisteinsbaktería til hagnýtingar brennisteinsvetnis af háhitasvæðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Ný þekking á sviði örveruhvataðra efnarafla var nýtt til að hagnýta úrgangsefni jarðvarmavirkjunar á Íslandi. Bakterían Desulfobulbus propionicus getur andað með aðstoð rafskauts sem rafeindaþega og á sama tíma nýtt brennistein sem rafeindagjafa. Kannað var hvort bakterían væri í efnarafli fær um að nota brennistein sem kominn var frá brennisteinsvetni úr úrgangsvatni Hellisheiðarvirkjunar sem rafeindagjafa og færa rafeindir yfir á rafskaut. Á þann hátt má nýta orkuna sem felst í eitruðum úrgangsefnum líkt og brennisteinsvetni. Um leið og orkan sem býr í eitruðu brennisteinsvetni er virkjuð, er brennisteinsefninu umbreytt með oxun yfir í súlfat sem er skaðminna efni. Þetta er í fyrsta skipti sem úrgangsvatn jarðvarmavirkjunar er prófað í þessum tilgangi. Niðurstöður bentu til að bakteríunni tækist ekki að framkvæma hvarfið við þessar aðstæður. Natríum súlfíð var einnig prófað sem rafeindagjafi og virtist bakterían framkvæma hvarfið í því tilfelli. Tilraun var aðeins framkvæmd einu sinni. Endurtaka þarf rannsóknina til að staðfesta niðurstöður og í framtíðinni sigrast á þeim hindrunum sem upp koma.

  • Útdráttur er á ensku

    New knowledge in the field of microbial fuel cells was used to repurpose waste from a geothermal power plant in Iceland. The bacteria Desulfobulbus propionicus can oxidize sulfur and reduce electrodes for energy conservation. It was investigated whether the bacteria was able to use sulfur, derived from hydrogen sulfide from the wastewater of Hellisheiði geothermal power plant, as an electron donor to deliver electrons to an electrode. In this manner it is possible to use the energy hidden in toxic waste like hydrogen sulfide. Simultaneously, by harnessing the energy from hydrogen sulfide, the sulfur compound is transformed into sulfate, which is far less toxic. This is the first time that wastewater from a geothermal power plant has been tested in this manner. The results indicate that the bacteria was not successful in carrying out the reaction under the given circumstances. Natrium sulfide was also tested as an electron source, and the bacteria appeared to perform the reaction when natrium sulfide was used. The experiment was only executed once. It is necessary to perform the experiment repeatedly to verify these results and to overcome future obstacles.

Samþykkt: 
  • 22.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22984


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hagnýting brennisteinsvetnis með aðstoð baktería.pdf863.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna