is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22985

Titill: 
  • Æfingaáætlun og mat á skilvirkni þess fyrir þá sem æfa hjólastólahandknattleik
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi rannsókn fól í sér að setja saman tíu vikna æfingaáætlun og meta áhrif hennar á sex manna hóp sem æfði hjólastólahandknattleik. Engar sambærilegar rannsóknir eða æfingaáætlanir hafa verið gerðar hérlendis. Niðurstöður sýndu að allar æfingar voru hentugar fyrir iðkendur með mismunandi fötlun og heildarmeðaltal hópsins hækkaði í öllum níu mældum æfingum í þeim fimm þáttum sem æfingarnar lögðu áherslu á. Mestu framfarirnar áttu sér stað í þætti fjögur (leikskilningi) og þætti fimm (teygjum). Bein tengsl komu í ljós á milli mætinga og framfara. Mælingar gáfu til kynna að það væri engin bein tenging milli árangurs og aldurs. Ritgerðinni er skipt upp í þrjá meginhluta. Í fyrsta hluta er saga hjólastólahandknattleiks skoðuð, alþjóðlegt flokkunarkerfi fyrir leikmenn samkvæmt Paralympic Committee (IPC) og mikilvægi hjólastólsins í íþróttum fyrir fatlaða. Í öðrum og stærsta hlutanum er skoðað Pre Participation Evaluation (PPE) eða undirbúnings ástandsmat, val á þátttakendum, val á fimm æfingaþáttum og útskýrt á fræðilegan hátt hvers vegna þessir þættir voru valdir og loks frum- og lokamælingar. Þriðji og síðasti hluti ritgerðarinnar fjallar um niðurstöður rannsóknarinnar.

Samþykkt: 
  • 22.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22985


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Darri_McMahon_ BS_IthrottafAM.pdf2.63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna