is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22987

Titill: 
 • Það að öðlast virðingu er að sýna hana : að tileinka sér þjónandi forystu með áherslu á hag annarra í gegnum kennslustundarýni stjórnenda
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hin síðari ár hefur skólastarf breyst töluvert og aukin krafa er gerð til stjórnenda. Gerðar eru væntingar um að stjórnandinn sé ekki aðeins faglegur leiðtogi heldur sinni mörgum og fjölbreyttum hlutverkum. Það skiptir máli fyrir skólasamfélagið að stjórnendur séu meðvitaðir um stjórnunarhætti sína og viti fyrir hvað þeir vilja standa og hvert þeir vilja stefna.
  Markmið þessarar rannsóknar sem er starfendarannsókn er vilji minn að tileinka mér hugmyndafræði þjónandi forystu (e. servant leadership) og verða þannig öflugri leiðtogi. Ég kannaði hvort kennslustundarýni (e. lesson study) sé árangursrík leið fyrir stjórnendur til að beita þjónandi forystu.
  Ég starfa sem aðstoðarskólastjóri í opnum skóla á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknin fór fram í skólanum sem ég starfa í og þátttakendur voru sex samstarfsmenn mínir. Auk þess tóku allir kennarar skólans þátt í gerð matslista sem notaður var til að ígrunda kennslustundir í rannsókninni.
  Í rannsókninni skoðaði ég sjálfa mig með fræði þjónandi forystu að leiðarljósi, ígrundaði dagleg störf mín, einstaka uppákomur og mátaði við hugmyndafræði þjónandi forystu til að verða betri og meðvitaðri stjórnandi. Ég rýndi í sex kennslustundir þátttakenda, tók einstaklings og hópviðtöl. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að þjónandi forysta hentar gildum mínum sem stjórnandi einkar vel. Þá er kennslustundarýni verkfæri sem hentar vel til að nálgast hugmyndafræði þjónandi forystu og er öflugt tæki fyrir stjórnendur til að vera faglegir leiðtogar og nálgast mannauð stofnunarinnar. Síðast en ekki síst er kennslustundarýni góð leið til að leiða faglegan skóla þar sem allir vinna í takt að sama markmiði.
  Út frá rannsókn minni hef ég útbúið verkfærakistu eða líkanið VAK sem er vegvísir fyrir stjórnendur vilji þeir innleiða kennslustundarýni í skólastarfið. Líkanið er hugsað til að auka gæði og árangur skólastarfs en ekki síður fyrir stjórnendur til verða faglegir leiðtogar og nálgast skólasamfélagið með skipulögðum hætti.

Samþykkt: 
 • 22.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22987


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Edda Björg Sigurðardóttir útprentað loka loka.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna