is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22988

Titill: 
  • ,,Það er gott að fá að ráða" : þátttaka barna í mati á leikskólastarfi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla (2011) ber leikskólum að vera staður þar sem litið er á börn sem virka borgara og þátttakendur þar sem hver og einn fær tækifæri til að leggja sitt af mörkum til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Meginmarkmið þessa verkefnis er að leita leiða til að koma á þátttöku barna í mati á starfi leikskóla. Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar er hugmyndir fræðimanna um börn en samkvæmt síðtímahyggju eiga börn ekki eingöngu rétt á að hafa áhrif á umhverfi sitt, heldur eru þau fyllilega fær um það sem sjálfstæðir einstaklingar sem hafa sín eigin réttindi. Réttur barna til að láta skoðanir sínar í ljós er tryggður í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna (1989). Áhrif Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á lög um leikskóla á Íslandi, Aðalnámskrá og mat á starfi leikskóla eru skoðuð í fræðilegu ljósi. Rannsóknin er starfendarannsókn gerð á einni deild í leikskóla. Þátttakendur eru starfsfólk og börn á deildinni. Rannsakandi prófaði aðferðir sem reynst hafa vel við að nálgast sjónarmið barna með barnahópnum sem hún starfar með að staðaldri og þróaði aðferðir í samvinnu við börnin til að auka þátttöku þeirra í mati á innra starfi leikskólans. Auk starfendarannsóknar voru tekin viðtöl við starfsfólk og börn í tveimur öðrum leikskólum ásamt því að rýna í fyrirliggjandi gögn í leikskólunum. Tilgangurinn með viðtölum þessum var að kanna hvernig leikskólar koma til móts við kröfur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mennta- og menningamála¬ráðuneytisins um þátttöku barna í endurmati leikskólanna og hvaða aðferðum er beitt þar til að nálgast sjónarmið barna. Svör viðmælenda benda til þess að þó að leikskólastjórar og starfsmenn leggi sig fram við að mæta kröfum um þátttöku barna í mati á starfi leikskólanna, upplifa börnin ekki að þau fái einhverju að ráða. Starfendarannsóknin miðaði því að því að þróa leiðir til að börn upplifi að stjórnendur og kennarar óski eftir áliti þeirra, að á þau sé hlustað og að það sem þau segja skipti máli á þann hátt að farið sé eftir því þegar gerðar eru umbætur á leikskólastarfi. Það var gert með því að bæta sjónarmiðum barnanna í endurmat á starfi leikskólans en þeim var náð fram með fjölbreyttum aðferðum.

Samþykkt: 
  • 22.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22988


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það er gott að fá að ráða, þátttaka barna í mati á leikskólastarfi.pdf1.62 MBLokaður til...01.05.2035HeildartextiPDF