is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2299

Titill: 
  • Pólitísk neyslustefna eða „pólitísk neysla”
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hnattvæðing og aukið frjálsræði í viðskiptum hafa leitt til þess að neytendum á Vesturlöndum hefur orðið ljóst að hugsanalausir neysluhættir geta haft áhrif á fjarlægum slóðum. Dagleg neysla er talin einkamál neytandans jafnframt sem hún er notuð til að knýja á um félagslegar breytingar. Neysluvarningur er meðal þýðingarmestu þátta sem notaðir eru til að miðla sjálfsmynd einstaklinga og staðsetningu þeirra innan samfélagsins. Varningur verður því tákn um félagslega hugmyndafræði einstaklingsins og staðsetningu innan samfélagsins. Hins vegar er ekki alltaf ljóst hvort vöruval er af pólitískum hvötum eða einfaldlega vegna þess að varan fellur betur að smekk neytandans. Hugmyndir manna um hvaða leiðir eigi að fara til að ná sem mestri hagkvæmni fyrir heildina eru annars vegar í anda Adams Smith um frjálsan markað og hinsvegar að ábyrgð einstaklinga við að uppfylla þarfir sínar sé ríkari en einungis að vísa í frelsið. Margir hafa jafnað saman pólitískri neyslu við lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Samtök neytenda sem berjast fyrir pólitískum markmiðum eru m.a. í umhverfismálum, fair trade viðskiptum og gegn þrælabúðum í framleiðslu. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi þær forsendur sem hvetja til pólitískrar neyslu virðist lausleg könnun benda til almenns áhugaleysis þeirra í þessum efnum.

Samþykkt: 
  • 29.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2299


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ttir_2_fixed.pdf338.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna