is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22991

Titill: 
 • „Ég vil læra meiri íslenska“ : þátttökuathugun á starfi alþjóðanámsvers í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu
 • Titill er á ensku "I want learn more icelandic" : observation study in an international learning center in an elementary school in the capital region in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvernig kennsla fyrir nemendur af erlendum uppruna fer fram í alþjóðanámsveri í Álfhólsskóla í Kópavogi. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt, (1) að kanna viðhorf kennara og annars starfsfólks til kennslu barna af erlendum uppruna og (2) skoða hvernig starfinu í alþjóðanámsveri er háttað. Megináhersla er lögð á eftirfarandi þætti: Kennsluaðferðir, framkvæmd íslenskukennslu og viðhorf kennara til kennslu barnanna í þeirra eigin móðurmáli.
  Rannsóknin fór fram skólaárið 2014-2015. Eigindlegum rannsóknar-aðferðum var beitt við gagnaöflun, þ.e. vettvangsathugun þar sem ég fylgdist með og tók þátt í starfi alþjóðanámsversins; einnig tók ég hálfopin viðtöl við sex viðmælendur, þ.e. deildarstjóra sérúrræða við skólann, fjóra kennara og einn stuðningsfulltrúa, sem starfa við alþjóðanámsverið. Viðtalsramminn, sem notaður var, miðaði að því að afla vitneskju um starf deildarinnar og þá kennslu sem þar fer fram. Áhersla var á að draga fram sjónarhorn viðmælenda gagnvart starfseminni með það að leiðarljósi að fá fram svör við rannsóknarspurningum.
  Helstu niðurstöður eru þær að allir viðmælendur eru á sama máli um mikilvægi þess að góð íslenskukennsla sé grunnur að árangursríku námi erlendra nemenda sem og að gera þá að virkum þegnum í skóla-samfélaginu. Leggja þeir allir aðaláherslu á að nemendur læri hljóð stafanna og réttan framburð sem fyrst. Segja viðmælendur að lestrarkennsla sé grunnur að öðru námi og því eru þeir allir sammála um að byggja þurfi á henni. Leggja þeir sig alla fram við að nemendur af erlendum uppruna nái tökum á lestrinum sem fyrst. Telja kennarar að lestrarkennsla sé næg í deildinni þó svo að auðvitað vilji þeir alltaf meira af henni en til þess þyrfti deildin að hafa fleiri kennara eða stuðning annars staðar frá. Mátti sjá á niðurstöðum varðandi móðurmál nemenda að kennarar bera mikla virðingu fyrir móðurmálinu og mikilvægi þess að því sé viðhaldið en það sé jafnframt á ábyrgð foreldra að svo sé.

 • Útdráttur er á ensku

  "I want learn more icelandic"
  Observation study in an international learning center in an elementary school in the capital region in Iceland
  The purpose of this study is to explore the educational setting for immigrant students in the international study program in Álfhólsskóli in Kópavogur. The objective of the study is twofold: (1) to examine the perceptions of teachers and other staff members on teaching immigrant students, and (2) to examine how the international study program is implemented. The main emphasis is on the following aspects: Teaching methods, the implementation of teaching Icelandic, and the teachers perceptions of teaching children in their native language.
  The study was conducted during the 2014-2015 school year. Qualitative research methods were applied during data collection and analysis. Methods included observation, where I observed and participated with the teachers in the international study program. I interviewed six participants using open-ended questions. The participants included: the head of special provisions, four teachers and one assistant working at the international study program. The interview frame was aimed to raise awareness about the work of the department and the teaching methods used there. The emphasis was on documenting the perspectives of the participants related to the research questions.
  The findings showed that participants are unanimous about the importance of students achieving proficiency in the use of the Icelandic language as a foundation for further studies and for successfully becoming active members of the community. The participants suggested that students need to learn the proper sounds of the Icelandic alphabet and correct pronunciation right from the start. The participants agree that reading instruction is the foundation for further education. They all agree that reading instruction is sufficient in the program, but they would provide more reading instruction if the department had more teachers and/or support. The participants conveyed a deep respect for the students’ native language and the importance of maintaining it, but noted that the responsibility of maintaining the students’ mother tongues is up to their parents.

Samþykkt: 
 • 22.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22991


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. Lokaritgerð.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna