is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22992

Titill: 
 • Skólastefnur sveitarfélaga og skóli án aðgreiningar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Skóli án aðgreiningar er lögbundin menntastefna í íslenskum grunnskólum. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfi grunnskóla og þeim ber að setja almenna stefnu um starfið í skólum. Markmið rannsóknarinnar eru að skoða hvernig fjallað er um stefnuna skóli án aðgreiningar í stefnuskjölum sveitarfélaga og hvort og þá hvernig sveitarfélögin hafa stuðlað að innleiðingu hennar í sínum grunnskólum. Skoðaðar voru skólastefnur sex fjölmennustu sveitarfélaganna á Íslandi ásamt starfsáætlunum og starfsskýrslum skóla¬sviða eða skóla-skrifstofa.
  Við skoðun og greiningu skjalanna var stuðst við aðferð orðræðu¬greiningar þar sem leitast er við að greina hvaða skilning á stefnunni um skóla án aðgreiningar má lesa út frá hugtakanotkun og umfjöllun um sérkennslu. Ennfremur er leitað eftir upplýsingum um aðgerðir sem sveitarfélög hafa farið í til að styðja grunnskóla í framkvæmd stefnunnar.
  Niðurstöður benda til að þess að áhersla sé lögð á skóla án aðgreiningar í skólastefnum sveitarfélaga sem birtist í seinni tíð einkum í hugtakinu skóli margbreytileikans. Skólastarf í skóla án aðgreiningar byggir á grunngildum er varða jafnrétti, lýðræði og mannréttindi. Þessi gildi eru að mörgu leyti áberandi í skólastefnunum þó spurningar vakni um skilning á hugtakinu lýðræði. Skóli án aðgreiningar er oftast nefnt í tengslum við aðlögun nemenda með sérþarfir að almennu skólastarfi. Kennurum er ætlað að beita fjölbreyttum kennsluaðferðum til að koma til móts við alla nemendur en lítil áhersla virðist á aðkomu þeirra að þróun skólastarfsins í átt að skóla án aðgreiningar. Skólastarfið og úthlutun fjármagns byggir enn á aðferðum og gildum sem eru að mörgu leyti andstæð stefnunni um skóla án aðgreiningar. En almennt eru ekki miklar upplýsingar að finna um markvissar aðgerðir af hálfu sveitarfélaganna til að innleiða stefnuna um skóla án aðgreiningar í íslenska grunnskóla.

 • Útdráttur er á ensku

  Inclusive education is a statutory policy in Icelandic elementary schools. Municipalities are responsible for elementary schools and they bear the obligation to create and implement a general strategy for the them. The aim of this research is to examine how inclusive education is addressed in policy documents within the municipalities and if, and then how, they have supported the implementation of the policy within elementary schools. School policies for the six largest municipalities in Iceland were examined as well as work schedules and reports from departments and offices of education.
  A discourse analysis approach was used to examine and analyse the documents. The object was to construe which understanding of the policy of inclusive education can be made from the use of terminology and discussion about special education. Furthermore, information is sought about which measures municipalities have taken to support elementary schools in implementing the policy.
  The results of this study indicate that school policies in the municipalities do emphasize inclusive education, which in recent years is mostly manifested in the term 'School of Diversity'. Inclusive education is based on a set of values relating to equality, democracy and human rights. These values are prominent in many ways throughout the school policies, but questions are raised regarding the understanding of the term 'democracy'. Inclusive education is most often referred to in relation to the adjustment of special needs students to general school work. Teachers are expected to apply diverse teaching methods to meet the needs of different students, but little emphasis seems to be made to include them in the development of schools towards inclusive education. Schools and the allocation of funds are still based on methods and values, which are in many ways repugnant to the policy of inclusive education. In general there is not much information to be found on purposeful measures made by the municipalities to implement the policy of inclusive education in Icelandic elementary schools.

Samþykkt: 
 • 22.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22992


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helgi_Gislason_MEd_heg53_Lokaskjal.pdf728.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna