is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22993

Titill: 
 • „Við erum alltaf að reyna að fá gullin til að glóa meira“ : gildi námssagna í leikskólastarfi
 • Titill er á ensku “We are always trying to get the gold to glow more” : the value of learning stories in early childhood education
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni rannsóknarinnar var að skoða áhrif skráningaraðferðarinnar námssögur á þróun skráninga í leikskóla. Námssögur eru skráningaraðferð sem hefur verið þróuð í Nýja-Sjálandi í þeim tilgangi að meta hið flókna nám sem fram fer í leikskólum. Námssögur hafa það að markmiði að meta vellíðan barna ásamt því að greina styrkleika barna, áhuga þeirra, virkni og samskipti.
  Rannsóknin fór fram í leikskóla sem unnið hefur lengi með skráningar sem lið í að gera nám barna sýnilegt. Haustið 2014 var unnið að því að innleiða námssöguskráningar í tveimur eldri deildum leikskólans með þátttöku kennara og foreldra. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast frekari innsýn í gildi námssagna í leikskólastarfi. Sérstaklega var horft til þess hvort eða hverju skráning námssagna hafi bætt við þær skráningar sem fyrir voru í leikskólanum; einnig að varpa ljósi á þróun námssöguskráninga í leikskólanum og upplifun foreldra af þátttöku í skráningunum.
  Rannsóknin var eigindleg tilviksrannsókn þar sem gagna var aflað með rýnihópa- og einstaklingsviðtölum við kennara deildanna og rýnihópaviðtali við foreldra. Auk þess var rýnt í skrifleg gögn og þær skráningar sem fyrir voru.
  Niðurstöður benda til þess að skráningaraðferðin námssögur styrktu þær skráningar sem fyrir voru í leikskólanum á þann hátt að ígrundun kennaranna varð meiri og dýpri og þar af leiðandi faglegri. Kennurum fannst þeir verða meðvitaðri um einstök börn og þarfir hvers og eins. Einnig litu kennararnir á námssögur sem verkfæri til að meta nám og vellíðan barna og sem leið til að gera faglegt starf sýnilegt samfélaginu utan leikskólans. Þá fannst foreldrum þeir fá frekari innsýn í nám barnsins og jákvætt að kennararnir gæfu sér tíma til að einbeita sér að hverju og einu barni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Þetta gerði það að verkum að samskipti milli heimilis og skóla urðu léttari og auðveldari fyrir báða aðila. Foreldrar litu á námssögur sem staðfestingu á því að barninu liði vel í leikskólanum og væri að standa sig. Námssöguskráningar geta því verið góð viðbót við þær skráningar, sem fyrir eru í leikskólum, og geta varpað frekari ljósi á nám og líðan einstakra barna ásamt því að gera leikskólastarf sýnilegra.

Samþykkt: 
 • 23.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22993


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heida Mjoll Med.pdf882.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna