is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22994

Titill: 
  • Upplifun barna af útiveru í þremur leikskólum í Hafnarfirði
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar meistararitgerðar var að rannsaka upplifun leikskólabarna af útiverunni í leikskólanum, bæði innan leikskólalóðar og utan. Tilgangurinn var að heyra reynslu barna úr ólíkum leikskólum af útiveru og nýta reynslu þeirra og sjónarmið við þróun útikennslu í einum leikskólanna. Tekin voru sex hópviðtöl við fjögurra til sex ára gömul börn á þremur leikskólum í Hafnarfirði í mars 2015. Fjögur börn voru í hverjum hóp svo alls var rætt við 24 börn. Þau voru spurð um hvað þau gera í útiverunni, hvað þeim finnist skemmtilegast/leiðinlegast og hvort þau myndu vilja breyta einhverju á leikskólalóðinni eða í tengslum við ferðir út fyrir lóðina. Einnig voru þau spurð út í útiveru heima fyrir.
    Niðurstöður leiddu í ljós að börnunum þykir útiveran mjög skemmtilegur hluti af leikskólastarfinu ef frá eru taldar gönguferðir. Innan leikskólalóðarinnar fannst börnunum skemmtilegast að líkja eftir ævintýrum úr tölvuleikjum og teikni- og kvikmyndum og leika sér með mold, sand og vatn. Í ferðum utan leikskólalóðarinnar fannst börnunum nestið skemmtilegast og líka mikilvægur þáttur af ferðum almennt. Þá þóttu dýrin merkileg og spennandi. Tillögur barnanna um útiveru á leikskólalóðinni sneru að því að hafa stað til að renna sér á, til dæmis hól eða rennibraut, fá einhvers konar kastala með fjölbreyttum möguleikum og fjölga hefðbundnum útileikföngum. Tillögurnar að viðfangsefnum utan leikskólalóðarinnar fólu til dæmis í sér að fara í strætó, fara á staði með vatni og steinum og dýrum, en einnig eiga sérstakan stað hópsins og geta jafnvel eldað úti.

Samþykkt: 
  • 23.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22994


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Inga Þóra Ásdísardóttir_pdf619,9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna