is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22996

Titill: 
  • Skólar og félagslegt umhverfi : samanburður á skólum á Suðurnesjum og í Suðvesturkjördæmi samkvæmt PISA
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis er að skoða áhrif félagslegs umhverfis á árangur af skólastarfi. Í alþjóðlegu könnuninni PISA er margvíslegum upplýsingum safnað um bakgrunn nemenda auk upplýsinga um hæfni þeirra í stærðfræðilæsi, náttúrufræðilæsi og lesskilningi. PISA er meðal annars ætlað að veita upplýsingar um fræðslukerfi í mismunandi löndum. Þegar niðurstöður skólanna eru birtar beinist athygli oft að þeim mun sem er á frammistöðu þeirra. Sú mynd er oft dregin upp að félagslegar aðstæður í hverfum þeirra sem koma verr út skýri lága mælingu. Hér eru niðurstöður könnunarinnar 2012 nýttar til að skoða fylgni umhverfisþátta nemenda og árangurs skólanna í stærðfræði, en hún var það fag sem könnunin 2012 hafði í forgrunni. Skólar í Suðvesturkjördæmi sem náðu hæstum árangri á PISA eru bornar saman við skóla á Suðurnesjum sem komu verst út. Félagslegur bakgrunnur (ESCS) er mældur í PISA og samanstendur af efnahag fjölskyldu, menntun foreldra og virðingarstöðu starfs þeirra. Í Suðvestur kjördæmi er hann einu staðalfráviki hærri en meðaltal PISA. Á Suðurnesjum er hann 0,4 staðalfráviki hærri en meðaltalið og því 0,6 staðalfráviks munur á þessum svæðum. Helstu niðurstöður þessarar athugunar eru að félagslegur bakgrunnur í skólahverfum getur spáð fyrir um 65% af þeim mun sem mælist á frammistöðu skólanna. Þetta er sá samanburður sem oftast er notaður. Í þessu verkefni er einnig gerður samanburður á grundvelli nemenda. Bakgrunnur hvers einstaklings er þá tengdur við frammistöðu hans í könnuninni. Þá kemur í ljós að félagslegi bakgrunnurinn skýrir aðeins 8% af þeim mun sem er á frammistöðu einstakra nemenda. Því bendir margt til þess að vandinn felist ferkar í samspili og viðhorfum í samfélaginu og skólanum sjálfum en að einstök heimili hafi afgerandi bein áhrif á árangur sinna barna. Ef vilji er til raunverulegs jafnréttis til náms þurfa nemendur af svæðum með lægri félagslegan bakgrunn að standa jafnfætis nemendum af betur settum svæðum að lokinni skólagöngu. Samspil umhverfis og skóla er hins vegar mjög flókið.
    Það getur verið erfitt fyrir starfsfólk að vinna góða vinnu þegar það er stöðugt gagnrýnt fyrir að skólinn þeirra nái ekki meiri árangri, einkum þegar skólinn er að skila árangri vel yfir meðaltali eftir að búið er að taka tillit til ytra umhverfis. Því er mikilvægt að þegar niðurstöður eru kynntar sé jafnframt gerð grein fyrir áhrifum umhverfisins og hver staða skólans er, að teknu tilliti til þess þáttar. Það gefur markvissari upplýsingar um þá þætti sem mest þörf er á að bæta í skólastarfinu.
    Vænlegasta leiðin í glímunni við að efla skólastarf felst líklega í því að efla fagauð í hverjum skóla fyrir sig svo hann sé betur í stakk búinn til að takast á við verkefni sitt og að samfélögin sem skólarnir starfa í taki á þeim þáttum sem hafa hamlandi áhrif á árangur.

Samþykkt: 
  • 23.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22996


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð Skólar og félagslegt umhverfi.pdf2.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna