is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22997

Titill: 
 • Birtingarmynd grunnþáttarins sköpunar í verklagi, viðhorfum og áherslum í textílmennt
 • Titill er á ensku The Manifestation of Creativity as a fundamental pillar in education reflected in techniques, outlooks and emphasis within Textile Craft-art
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni rannsóknarinnar var sköpun í textílmennt á grunnskólastigi. Tilgangur og markmið rannsóknarinnar var að skoða þátt sköpunar í textílkennslu. Kannað var hvernig textílkennarar skilgreina hugtakið sköpun og hvort áherslubreytingar hafi átt sér stað í textílkennslu frá árinu 2013, í kjölfar útkomu aðalnámskrár grunnskóla: almennur hluti 2011 og greinasvið 2013.
  Ný menntastefna var birt árið 2011, með útgáfu aðalnámskrár grunnskóla: almennum hluta 2011. Megin markmið menntastefnunnar er að rækta þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir framtíðargetu einstaklinga, til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðis-samfélagi. Kjarni nýrrar menntastefnu er settur saman úr sex grunnþáttum og er sköpun einn þeirra.
  Í fræðilegum bakgrunni ritgerðarinnar er fjallað er um forsendur sköpunar í íslenskri menntastefnu en jafnframt er leitast við að varpa skýru ljósi á sköpunarhugtakið með tilliti til menntunar. Rannsóknin er eigindleg og fór gagnasöfnun fram í formi viðtala á tveggja vikna tímabili í febrúar 2015. Viðmælendur voru fjórir reynslumiklir textílkennarar víðsvegar af höfuð¬borgarsvæðinu.
  Rannsóknin var unnin út frá rannsóknarspurningunni:
  • Hvernig samræmast hugmyndir textílkennara settum markmiðum aðalnámskrár, varðandi aukna áherslu á sköpun í textílmennt?
  Til stuðnings voru notaðar eftirfarandi undirspurningar:
  • Hver er staða innleiðingar sköpunarþáttar núgildandi aðalnámskrár í textílmennt?
  • Hvaða kennsluaðferðir nýta textílkennarar við kennsluna?
  • Hvaða skilning leggja textílkennarar í hugtakið sköpun?
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ný menntastefna frá árinu 2011 og útgáfa aðalnámskrár grunnskóla: almennur hluti 2011 og greinasvið 2013, hafi ekki haft afgerandi áhrif á birtingamynd sköpunar í verklagi, viðhorfum og áherslum í textílmennt. Gefa niðurstöður vísbendingar um að skapandi starf hafi, að mati viðmælenda, almennt í gegnum tíðina verið einkennandi fyrir námsgreinina textílmennt.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this study was creativity in textile craft-art at the elementary level. The aim and purpose was to examine the role of creativity in textile teaching. It was explored how textile teachers define the concept of creativity and whether any change in emphasis has occurred since 2013 following the publication of the general curriculum. A new education policy was published in 2011 with the main goal of cultivating knowledge, skill and an attitude that supports further development, encourage critical thinking and increase the proficiency of participant in a gender equal and democratic society. The core of the new education policy is composed of six basic elements where creativity is one of them.
  The theoretical background of this thesis focuses on the principle of creativity in Icelandic education policy but also seeks to clarify the concept of creativity with regard to education. The study is based on a qualitative methodology carried out by interviewing subjects during a two week interval in February 2015. The four respondents were experienced textile teachers from around the capital region.
  The study was based on the following research question:
  • How do textile teacher conceptions conform to the general curriculum, regarding increased emphasis on creativity in textile craft?
  In support of the research question the following sub-questions were used:
  • What is the current status of the introduction of creativity, as one of the basic pillars of education according to the general curriculum, within textile craft?
  • What sort of teaching methods are textile teachers using?
  • How do textile teachers define creativity?
  The results indicate that the new education policy from 2011 and the general curriculum from 2013 have not had a significant impact on the manifestation of creativity in the textile craft-art classrooms. It provides evidence that creativity in textile teaching have, according to the opinion of the respondents, been prevalent in textile classrooms throughout the years.

Samþykkt: 
 • 23.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22997


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed._Birtingarmynd grunnþáttarins sköpunar í verklagi, viðhorfum og áherslum í textílmennt.pdf956.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna