is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2300

Titill: 
 • Fátækt eða velferð: Samanburður á lífskjörum einstæðra mæðra
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar heimildaritgerðar er að skoða lífskjör einstæðra mæðra og
  algenga skýringaþætti sem taldir eru hafa áhrif á stöðu þeirra í dag. Fléttuð er saman
  umfjöllun um fátækt, aukna atvinnuþátttöku kvenna, tekjuskiptingu og félagslegan
  stuðning og með því leitast við að skoða hvernig þessir þættir tengjast lífskjörum
  einstæðra mæðra í dag og meta hvort þær séu í meiri hættu en aðrir að geta ekki
  uppfyllt lágmarksframfærsluþörf.
  Gerð er grein fyrir mælikvörðum á tveimur ólíkum framfærsluviðmiðum og
  skilgreiningum á fátækt því hægt er að nálgast viðfangsefnið út frá mismunandi
  viðmiðum. Þá er fjallað um atvinnuþátttöku kvenna með hliðsjón af mikilvægum
  samfélagslegum skýringarþáttum eins og aukinni menntun, lægri frjósemistíðni og
  aukinni þjónustu á dagvistun fyrir börn sem hafa orðið þess valdandi að konur fóru í
  ríkari mæli að geta séð fyrir séð sjálfar. Breytingar hafa orðið á síðastliðnum
  áratugum á hjúskaparstöðu sem hefur orðið þess valdandi að einstæðum mæðrum
  hefur fjölgað. Þrátt fyrir aukna atvinnuþátttöku kvenna eru konur samt sem áður í
  meiri hluta þeirra sem mælast undir fátæktarmörkum. Ójöfnuður á tekjum milli karla
  og kvenna ríkir enn og er því hjúskapastaða mikilvægur þáttur til skýringar á fátækt
  barna. Leitast er við að skoða hvaða stuðning barnafjölskyldur eru að fá til
  samanburðar við hinar nágrannaþjóðirnar og hvort hann sé að gagnast einstæðum
  mæðrum nægilega vel.

Samþykkt: 
 • 29.4.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2300


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pdf_fixed.pdf518.47 kBLokaðurHeildartextiPDF