is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23001

Titill: 
 • Góðir hlutir gerast hægt : að nota kennsluaðferðir leiklistar við að auka orðaforða tvítyngdra unglinga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fjölgun tvítyngdra nemenda í grunnskólum á Íslandi kallar á rannsóknir á kennsluháttum og aðferðum sem notaðir eru í skólum landsins. Rannsóknir hafa sýnt fram á að nemendur með annað móðurmál en það sem ríkir í skólasamfélaginu eiga oft í námserfiðleikum vegna ófullnægjandi orðaforða. Það krefst þess að kennarar tvítyngdra nemenda notist við markvissar náms- og kennsluaðferðir ef ná á góðum árangri. Í þessari rannsókn er tilgangur og meginmarkmið að skilja og öðlast þekkingu á hvort og hvernig kennsluaðferðir leiklistar geti haft áhrif á orðaforða tvítyngdra unglinga. Spurt er: Geta kennsluaðferðir leiklistar haft áhrif á orðaforða tvítyngdra unglinga í grunnskólum?
  Í rannsókninni er notuð eigindleg aðferðafræði þar sem rannsakandinn er í lykilhlutverki. Framkvæmd var starfendarannsókn á vettvangi (e. Action research) og var hluti af henni ethnógrafía (e. Ethnography). Þátttakendur voru fjórar asískar stúlkur í sama grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, haustmisserið 2014. Vettvangurinn var kennslustofa kennara sem kennir tvítyngdum nemendum og notaði kennarinn kennsluaðferðir leiklistar eftir að hafa lært þær undir leiðsögn háskólakennara sem er sérfræðingur í aðferðinni.
  Fræðilegri umfjöllun, sem snýr að leiklist, orðaforða og tvítyngdum nemendum, er fléttað inn í greinagerð rannsóknarinnar. Áður en rannsókn hófst var leikferli frumsamið, þar sem kennsluaðferðir leiklistar eru notaðar. Þar var stuðst við námsbækurnar Kæra dagbók og Kæra dagbók 2 sem ætlaðar eru nemendum sem eru að læra íslensku sem annað tungumál. Gagna var aflað með rannsóknardagbók, hálfopnum viðtölum, ferilmöppu og upptökum á spjaldtölvu. Í rannsóknardagbók voru daglega skráðar mínar vangaveltur, hugsanir og upplifun, nýjar hugmyndir og hvað kom upp í hugann meðan á kennslustund stóð. Í lok rannsóknar var rýnt í öll gögn til að sjá ákveðin þemu, öll myndbönd voru skoðuð aftur og aftur, viðtöl voru kóðuð og verkefni úr ferilmöppum voru skoðuð vandlega. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur meðal annars fram að kennsluaðferðir leiklistar auka orðaforða tvítyngdra unglinga, jafnframt efla þær sjálfstraust þeirra. Viðfangsefni rannsóknarinnar vekur vonandi áhuga hjá verðandi og starfandi kennurum og hvetur þá til að prófa kennsluaðferðir leiklistar með tvítyngdum nemendum.

 • Útdráttur er á ensku

  Good things happends slowly.
  Increasing number of bilingual students in Iceland calls for a research on teaching methods and techniques that are used in schools. Studies have shown that students with second language often have learning difficulties due to insufficient vocabulary. It requires that teachers of bilingual students use a targeted teaching methods to achieve success. The purpose and main objective of this study is to understand and gain knowledge of if and how teaching drama can influence the vocabulary of bilingual adolescents. Then the research question is: Can drama methods affect vocabulary of bilingual adolescents in elementary schools?
  The study is a qualitative approach where the researcher is in the key role. It was an action research and part of it was ethnography. Participants were four Asian girls in the same elementary school, the fall semester 2014. In a class of immigrant students a student teacher taught drama supervised by a teacher mentor who was at the same time learning drama methods. The study is structured in a way to take the reader on a imaginary trip through the process. Theoretical discussion, which relates to drama, vocabulary and bilingual students, is woven into the study. Drama process was written original for this study, where drama methods were used based on the textbooks Kæra dagbók, and Kæra dagbók 2. The drama lessons were specially designed for students who are learning Icelandic as a second language.

  Data was collected with a research journal, semi-open interviews, portfolio and video recordings on a tabloid. In the research journal was a daily record of my reflections, thoughts and experiences, new ideas, and what came to mind during the lesson period. At the end of the study was all the data overviewed to see if certain themes appeared, all videos were reviewed again, interviews were coded and the students portfolio were examined again in order to get a better view of the students' projects. The findings of the study shows that when using drama methods it increase vocabulary of bilingual adolescents, also their confidence expand. The study can increase the interest for prospective and practicing teachers and encourage them to try drama method with bilingual students.

Samþykkt: 
 • 23.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23001


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLovisa_Godir_hlutir_gerast_haegt.pdf12.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna