is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23002

Titill: 
 • "Hvað gerði ég? Nú ég gerði bara mitt besta!" : reynsla foreldra blindra og sjónskertra barna af skólagöngu barna þeirra.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Blinda og alvarleg sjónskerðing hefur mikil áhrif á líf barna og eru ýmsir þættir sem huga þarf að í skólagöngu þessa nemendahóps sem og í þeirra daglega lífi. Samkvæmt lögum sem tóku gildi árið 2008 er öllum skólum á Íslandi gert að vinna eftir skólastefnunni um skóla án aðgreiningar en í lögunum kemur fram að grunnskólum sé skylt að mennta öll börn á árangursríkan hátt. Markmið reglugerðar um nemendur með sérþarfir í grunnskólum (nr.585/2010) eru meðal annars að nemendur fái jöfn tækifæri til náms og virkrar þátttöku í skólasamfélaginu á eigin forsendum.
  Um eigindlega rannsókn er að ræða en markmiðið var að kanna hvað foreldrar blindra og sjónskertra barna hafa að segja um grunnskólagöngu barna þeirra í þeim tilgangi að reyna að læra af því sem vel er gert og varpa ljósi á það sem betur megi fara. Tekin voru viðtöl við þrjá foreldra fjögurra blindra og sjónskertra barna sem öll ganga í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að foreldrar blindra og sjónskertra barna teljast ánægð með grunnskólagöngu barna sinna og eru meðvituð um þá jákvæðu þróun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum á aðbúnaði nemendahópsins. Það sem foreldrarnir töldu helst að mætti betur fara er upplýsingaflæði skólans til foreldra um stöðu barnanna náms- og félagslega. Eins töluðu foreldrar um að skoðanir barnanna um ýmis atriði er snúa að skólastarfinu mætti taka með í reikninginn, svo sem hvað varðar stuðning í tímum. Þá virðist einnig vanta upp á skilning kennara og skólastjórnenda á fötlun sem tengist blindu og sjónskerðingu, sem bitnar á skipulagi í bekkjartímum sem og kennsluaðferðum.
  Þátttakendur rannsóknarinnar benda á að þörf er fyrir að styrkja félagslega stöðu blindra og sjónskertra einstaklinga í grunnskólum og telja viðhorf og hlutverk kennara og stjórnenda mikilvæg til að styrkja samskipti blindra og sjónskertra nemenda við jafnaldra sína.

Samþykkt: 
 • 23.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23002


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Melissa Auðardóttir.pdf1.08 MBLokaður til...01.06.2025HeildartextiPDF