Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23010
Viðhorf og áhugi ungs fólks á vísindum er mál sem mörgum er hugleikið ekki síst vegna minnkandi aðsóknar í nám á sviði raungreina. Margt ungt fólk myndar sér snemma skoðun á mögulegum starfsferli og strax við lok grunnskóla þurfa nemendur að taka ákvörðun um leið í framhaldsnámi sem færir þá nær framtíðaráformum sínum. Það er forvitnilegt að sjá hvað stýrir vali nemenda á braut í framhaldsskóla, hversu mikið spilar áhugi inn í og hversu miklu máli skiptir bakgrunnur eins og uppeldisaðstæður, skoðun foreldra og vina og fleira.
Í verkefninu er fjallað um rannsókn sem gerð var til að kanna hugmyndir nemenda í 10. bekk um áframhaldandi námsval og viðhorf og áhuga ungs fólks á náttúrugreinum og vísindum. Lykilspurningarnar sem reynt er að svara í verkefninu eru tvær, annars vegar hvort munur sé á áhuga nemenda í 10. bekk á náttúrugreinum og vísindum eftir bakgrunnsaðstæðum, svo sem kyni, búsetu og öðrum þáttum, hins vegar hvers vegna nemendur velji að fara á náttúrufræðibraut og hvaða þættir hafi áhrif á það val?
Við gagnaöflun var bæði lögð fyrir rafræn spurningakönnun og tekin ítarleg viðtöl við nokkra nemendur í 10. bekk. Könnunin var lögð fyrir nemendur 10. bekkja í 25 skólum víðs vegar um landið og var hún að hluta til byggð á ROSE-spurningalistanum. Í könnuninni var spurt um bakgrunn, framtíðaráform, hvort nemendur þekktu fólk sem starfaði á sviði vísinda, áhuga nemenda á ákveðnum atriðum tengdum náttúrufræðum og daglegu lífi, upplifun nemendanna af kennslustundum í náttúrugreinum sem og upplifun þeirra af náttúrugreinakennurum og viðhorfum þeirra til vísinda.
Niðurstöður könnunarinnar voru skoðaðar með hliðsjón af því hvaða áhrif bakgrunnur hefur eins og kyn og hvort nemendur séu aldir upp í sveit, bæ eða borg. Markmiðið var að sjá hvaða þættir hefðu áhrif á ákvarðanatöku ungs fólks þegar kæmi að því að velja braut í framhaldsskóla. Loks var reynt að grafast fyrir um það hvort nemendur sem velja náttúrufræðibraut gerðu það vegna þess að þeir hefðu einskæran áhuga á náttúrugreinum og vísindum eða hvort aðrar ástæður lægju að baki.
The attitudes and interests of young people towards science is a topic which has been widely studied, not least due to the fact that students applying for science-based courses have declined in western societies. Many young people form an early view on potential future career, and as they finish compulsory school they are immediately required to make decisions on courses to pick that will ultimately bring them closer to their future plans. It is interesting to see what influences students selection on desired course of study in high school, how much their interests play in the decision making along with their background information such as, gender, upbringing, opinion of parents and friends etc.
The ideas of Icelandic 10th grade students on what courses they choose to take and their attitudes and interests towards science subjects in school are the main topic of this research. There are two key questions this research attempts to answer. On the one hand, is there a measurable difference in 10th grade students interests towards science subjects in schools and science in general, based on their upbringing, gender, residence etc. On the other hand, the research attempts to answer why students choose science subjects as a course of further study in high school and what factors influences that decision.
Data collection for this research was done with a survey and detailed interviews with ten 10th grade students in Iceland. Participants in the survey were 347 10th grade students in 25 schools around Iceland. The survey was in part based on the ROSE questionnaire. In the survey students were asked about their background, career plans, if they knew people working in the field of science, their interests in certain issues related to science subjects in school and daily life, the students´ experience on natural science subjects in classes, their opinion on the school science teacher and their attitudes towards science in general.
The results of the survey were examined to gain insight in to possible influential factors such as gender and whether the students were raised in the countryside, in a town or in the metropolitan area. The aim of the dissertation is to see what factors may influence the decision of young people as they choose their course of study in high school and also if the students choose science-based courses solely because of their sheer interest in science subjects and general science or if there are other factors behind their choice.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaskjaltilprent.pdf | 2.01 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |