is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23011

Titill: 
  • Einstaklingsmiðað lestrarnám : skipulag lestrarsvæða í skólastofu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið með þessu verkefni er tvíþætt, annars vegar að afla fræðilegra gagna um einstaklingsmiðað lestrarnám og mikilvægi þess. Hins vegar að setja fram gagnlegar hugmyndir um það hvernig lestrarkennarinn getur hannað kennsluumhverfi sem stuðlar að og auðveldar einstaklingsmiðaða lestrarkennslu í litlum hópum. Leitað var svara við eftirfarandi spurningum:
    1. Hvernig getur kennarinn framkvæmt og stutt við einstaklingsmiðaða lestrarkennslu í margbreytilegum nemendahóp?
    2. Hvernig getur kennari skipulagt lestrarsvæði og lestrarhópa í skólastofunni sem stuðla að einstaklingsmiðuðu lestrarnámi?
    Meginniðurstaðan er sú að lestrarkennsla í margbreytilegum nemendahópi krefst þaulskipulagðra kennsluhátta sem gera kennaranum kleift að ná til allra nemenda. Eitt þekktasta og um leið árangursríkasta kennsluskipulag við að framkvæma einstaklingsmiðaða lestrarkennslu inni í bekk er „Response to Intervention“ (RTI). Það felur í sér kerfisbundnar leiðir til að halda utan um hvern og einn nemanda en gefur jafnframt lausnir til að mæta vanda sem upp getur komið við lestrarnámið. Rannsóknir sýna að 15-20% nemenda þurfa að fá sérhannað skipulag í litlum einstaklingsmiðuðum hópum þar sem kennslan er öflugri en sú sem fer fram í hefðbundinni bekkjarkennslu. Þetta skipulag gefur kennaranum einnig tækifæri til að bjóða öllum nemendum fjölbreyttari verkefni sem hæfa getu hvers og eins. Í hugmyndafræði RTI felast leiðir sem hjálpa og leiðbeina kennurum að hanna lestrarsvæði. Efla má fjölbreytni svæðanna með því að innleiða fleiri aðferðir sem gefist hafa vel, svo sem daglegu fimmuna. Til að skipuleggja lestrarsvæði og lestrarhópa þarf kennarinn að halda góða skráningu yfir stöðu nemenda, leggja fyrir skimanir og gera eigin athuganir. Þannig getur hann kortlagt stöðu þeirra út frá þróun læsis og forgangsraðað viðfangefnum. Þegar kennarinn vinnur með nemendur í litlum hópum fær hann upplýsingar frá fyrstu hendi hvort þeir séu t.d. að bæta lesfimi sína eða hvort einhverjir þurfi að dýpka lesskilning sinn. Með kennslu í litlum hópum hafa kennarar möguleika á að mæta þörfum allra nemenda á markvissan hátt sem þannig ýtir undir, eflir og styrkir lestrarnám þeirra.

Samþykkt: 
  • 24.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23011


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni03.06.pdf1.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna