is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23012

Titill: 
  • Að koma auga á eigin fagvitund sem lestrarkennari : fimmta árs kennaranemi rýnir í eigin kennsluhætti
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um starfendarannsókn sem unnin var á tímabilinu frá miðjum september 2014 út janúar 2015. Tilgangur rannsóknarinnar var að efla sjálfa mig sem kennara, öðlast nýja þekkingu og verða færari í starfi. Einnig var ætlunin að kanna hvernig mér tækist, sem óreyndum kennara, að leggja inn lestraraðferðina PALS –Pör að læra saman, og innleiða með henni ný vinnubrögð í lestrarþjálfun.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru settar fram í söguformi út frá gögnum og upplifunum rannsakanda. Farið er yfir fyrstu kynni af lestraraðferðinni og leiðinni í gegnum handritið og eigin baráttu við að finna skilin milli hlutverks kennara og kennsluefnis, rannsakanda, kennara og persónu er lýst. Tekið er mið af mati nemenda á rannsóknarvinnunni og niðurstöður um bættan árangur þeirra í lestri settar fram.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að kennari getur ekki treyst eingöngu á heildstætt kennsluefni og leiðbeiningar með því til að ná árangri. Kennarinn þarf ávallt að vera meðvitaður um stöðu sína og laga kennsluefni og aðferðir að þörfum nemenda sinna. Rannsóknin varð til þess að ég kennarinn öðlaðist aukna og jákvæðari trú á eigin getu og sá meiri möguleika á að nýta kennsluefnið á fleiri en einn veg til að efla nemendur í lestri.

Samþykkt: 
  • 24.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23012


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hekla Hrönn M Ed lokaskil.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna