is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23018

Titill: 
 • Innleiðing heilsustefnunnar í leikskóla og áhrif hennar á faglegt lærdómssamfélag
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hlutverk leikskólastjóra og deildarstjóra við innleiðingu heilsustefnunnar í leikskóla. Athyglinni var einkum beint að þeim áhrifum sem innleiðingin kann að hafa á þróun faglegs lærdómssamfélags og var þá sérstaklega horft til þriggja þátta en þeir eru a) sameiginleg gildi og framtíðarsýn, b) dreifð og styðjandi forysta og c) faglegt samstarf, starfsþróun og gagnvirkt náms. Verkefnið byggir á eigindlegri rannsókn en niðurstöðurnar byggja á viðtölum við sex viðmælendur, þrjá leikskólastjóra og þrjá deildarstjóra, sem starfa í heilsuleikskólum og hafa þar allir unnið að innleiðingu heilsustefnunnar.
  Niðurstöðurnar benda til þess að hlutverk leikskólastjóra við innleiðingu heilsustefnunnar felist í því að fara með kennslufræðilega forystu þar sem hann stuðlar að sameiginlegri sýn og liðsheild, dreifir verkefnum og ábyrgð, stuðlar að samstarfi innan og utan skólans, skipuleggur starfsþróun og skapar þær aðstæður sem henta best svo innleiðingin gangi sem best fyrir sig og hafi jákvæð áhrif á þróun faglegs lærdómssamfélags. Hlutverk deildarstjóra, sem faglegs leiðtoga og fyrirmyndar, er mikilvægur hluti af starfi þeirra við innleiðingu heilsustefnunnar og þá jafnframt á þróun faglegs lærdómssamfélags. Heilsubók barnsins er einkennandi fyrir heilsustefnuna og styður við þróun faglegs lærdómssamfélags þar sem hugað er að þroska og framförum allra nemenda sem dvelja í heilsuleikskóla.
  Það sem hefur jákvæð áhrif á þróun faglegs lærdómssamfélags er skýr sýn stjórnenda, jákvætt viðhorf til innleiðingar heilsustefnunnar og gott samstarf þeirra sem starfa í leikskólanum. Verkefnum og ábyrgð er dreift, áhersla er lögð á starfsþróun og fagþekkingu og Heilsubók barnsins, sem meðal annars styður við samstarf við foreldra. Það sem getur haft hindrandi áhrif er neikvætt viðhorf til heilsustefnunnar og umbóta í skólastarfi, bæði hjá starfsfólki og stjórnendum, ómarkvissar aðgerðir stjórnenda, skortur á aðbúnaði, lítil fagþekking, skortur á fjármagni og skortur á skilningi rekstraraðila.
  Niðurstöðurnar benda til þess að innleiðing heilsustefnunnar hafi haft jákvæð áhrif á þróun faglegs lærdómssamfélags þeirra leikskóla sem rannsóknin náði til. Að mati viðmælenda varð til sameiginleg sýn um skólastarfið, verkefnum og ábyrgð er dreift á milli starfsmanna, samvinna hefur aukist og starfsþróun hefur leitt af sér þekkingu og ánægju.

Samþykkt: 
 • 24.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23018


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigríður_B_Birgisdóttir.pdf583.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna