is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23025

Titill: 
 • Áhrif hreyfingar á einkenni geðklofa hjá ungu fólki : íhlutunarrannsókn
 • Titill er á ensku The effects of physical activity on symptoms in schizophrenia : An intervention study
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Geðklofi er alvarlegur sjúkdómur sem herjar á milljónir manna um allan heim, og er meðal algengustu orsaka langvinnra sjúkdóma. Einstaklingar með sjúkdóminn eru líklegri til að tileinka sér óheilbrigðan lífsstíl og deyja fyrir aldur fram. Rannsóknir benda til þess að hreyfing hafi jákvæð áhrif á einstaklinga með geðklofa. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif 20 vikna íhlutunar á jákvæð og neikvæð einkenni geðklofa hjá ungu fólki ásamt því að skoðuð voru áhrif íhlutunarinnar á þunglyndi, kvíða, hreyfingu, holdafar, blóðþrýsting og hvíldarpúls.
  Efniviður og aðferðir: Þátttakendur (N=17) voru sjúklingar á geðdeild
  Landspítalans á aldrinum 18-31 árs greindir með geðklofa. Þeir tóku þátt í 20 vikna íhlutunarrannsókn undir handleiðslu íþróttafræðinga og hreyfðu sig að lágmarki tvisvar sinnum í viku ásamt því að sitja fræðslu um heilbrigðan lífsstíl einu sinni í viku. Þátttakendur svöruðu spurningarlistum um geðræna
  líðan (PANSS, DASS, Rosenberg, CORE-OM, BHS, QQL, SWLS) fyrir og eftir íhlutun. Hæð, þyngd, blóðþrýstingur, mittisummál og hvíldarpúls voru mæld og líkamsþyngdarstuðull reiknaður í upphafi og lok íhlutunar. Tekin voru einstaklingsviðtöl við nokkra þátttakendur og þeir spurðir um upplifun sína af rannsókninni.
  Niðurstöður: Á íhlutunartímabilinu dró marktækt úr neikvæðum og
  almennum einkennum geðklofa, þunglyndi, kvíða og streitu, lífsgæði jukust og virkni varð meiri (p<0,05). Hvíldarpúls þátttakenda lækkaði en holdafarsmælingar og blóðþrýstingur héldust óbreytt í lok íhlutunartímabils.
  Ályktun: Niðurstöður benda til þess að hreyfiíhlutun sé möguleg fyrir unga einstaklinga með geðklofa. Á íhlutunartímabilinu batnaði andleg líðan þátttakenda og hreyfing þeirra jókst og varð markvissari. Þá jókst líkamsþyngd þátttakenda ekki á tímabilinu. Höfundar telja að nota mætti reglubundna hreyfingu og fræðslu um heilbrigðan lífsstíl sem áhrifaríkan þátt í meðferð einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma.

 • Útdráttur er á ensku

  Schizophrenia is one of the most severe mental illnesses. Due to unhealthy lifestyle, individuals with schizophrenia are at higher risk of morbidity compared to the general population. Studies have shown that physical activity
  (PA) can have positive effects on physical and mental health in these patients. The aim of the study was to evaluate the effects of a 20 week long exercise intervention on positive and negative symptoms of schizophrenia as well as on a number of physical and mental health variables.
  Material and methods: Seventeen individuals between the age of 18-31,diagnosed with schizophrenia, participated in the study. They exercised under professional supervision for a minimum of two sessions per week for 20 weeks, as well as attended weekly lectures on healthy lifestyle. The participants answered standardized questionnaires on mental well-being (PANSS, DASS, Rosenberg, CORE-OM, BHS, QQL, SWLS) and physical
  measurements (weight, height, body mass index, resting blood pressure, waist circumference and resting heart rate) were taken before and after. A few participants were interviewed after the intervention and asked about their experience.
  Results: Negative and general psychiatric symptoms, depression, anxiety and stress scores decreased significantly whereas their well-being, quality of life and physical activity increased (p<0,05). Apart from resting heart rate which decreased, physical measurements remained unchanged at the end of the intervention.
  Conclusion: The results indicate that an intervention like this is possible for young people with schizophrenia. Participants mental well-being improved, their physical activity increased and they did not gain weight during the intervention period. The authors believe that regular exercise and lectures about healthy lifestyle are an effective and important part of treatment for people with severe mental illness.

Styrktaraðili: 
 • World Class Ísland
  Vísindasjóður Landspítalans
Samþykkt: 
 • 24.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23025


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KÓS.pdf2.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna