is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23026

Titill: 
 • Gildi upplýsingatexta í lestrarþróun sex til níu ára barna
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Megin markmið verkefnis er að vekja athygli á og sýna fram á gildi upplýsingatexta sem lestrarefni fyrir nemendur á yngsta stigi grunnskólans. Einnig er markmið að stuðla að aukinni fjölbreytni í lestrarefni og auknu vægi upplýsingatexta í lestrarnámi byrjenda. Verkefnið felst í fræðilegri greinargerð um mikilvægi upplýsingatexta fyrir lestrarþróun sex til níu ára barna og sýnishorni af lestrarbókum sem byggja á þeirri textagerð. Bækurnar eru um risaeðlur, himingeiminn og hvali. Í greinargerðinni kemur fram að lestur upplýsingatexta eflir orðaforða nemenda, áhugahvöt og bakgrunnsþekkingu, sem eru mikilvægir þættir fyrir lestrarþróun og lesskilning.
  Undanfarin ár hafa erlendir sérfræðingar og kennarar á sviði lestrar kallað eftir aukinni áherslu á upplýsingatexta í lestrarkennslu á yngsta stigi. Það er reynsla höfundar sem móður og kennaranema á vettvangi að þessar áherslur hafi ekki skilað sér hingað til lands og fjölbreytni í lestrarefni fyrir byrjendur sé frekar takmörkuð og bundin við frásagnatexta. Til að varpa ljósi á það lestrarefni sem skólar ætla sex til níu ára nemendum í heimalestri til að efla lestrarfærni sína var gerð vettvangsathugun í sex grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Jafnframt var tekið viðtal við aðila hjá Námsgagnastofnun til að fá upplýsingar um hvað ræður efnisvali og textagerð í útgáfu lestrarefnis fyrir byrjendur og hvort áætlað sé að auka hlut upplýsingatexta í útgáfunni.
  Helstu niðurstöður rannsóknar sýna að nemendur lesa nær eingöngu frásagnatexta í heimalestri. Jafnframt sýnir rannsóknin að greina má ákveðnar áherslubreytingar á lestrarefni fyrir nemendur á yngsta stigi með væntanlegri útgáfu á nýjum bókaflokki sem byggir á upplýsingatexta. Segja má að upplýsingatexti, sem er sú textagerð sem verkefnið fjallar um og gefið er sýnishorn af, eigi fullt erindi í grunnskólann til að auka fjölbreytni í lestrarefni fyrir byrjendur og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda.

 • Útdráttur er á ensku

  The value of informational text for children´s literacy development
  The main goal of this thesis is to raise awareness and demonstrate the value of informational text reading material for young students, age six to nine. Furthermore to promote diversity in reading material and the increased usage of informational text for beginning readers. This thesis involves an academic report about the importance of informational texts for reading development of six to nine year old children and samples of reading books based on informational text principles. These sample books are about dinosaurs, space and whales. The academic report shows that reading informational texts reinforces vocabulary, motivation and background knowledge, which are essential elements for the development of reading and comprehension.
  In recent years, foreign experts and teachers in the field of reading have called for greater emphasis on informational texts at the youngest level. It is the author's experience through student teaching and as a mother that these priorities and focus have not been seen in Iceland and the variety of reading materials for beginners is rather limited in general and mostly to narrative text. A field study was conducted to shed the light on the reading material that schools use for six to nine year olds to enhance their reading ability. The study was done in six primary schools in the capital area. Furthermore a semistructured interview was conducted with an employee of Námsgagnastofnun to get information about what determines the choice of reading material and the type of text that is selected for beginners and whether Námsgagnastofnun planned to increase the share of informational text.
  The main findings show that students almost exclusively use narrative text in home reading to enhance there reading ability. The study furthermore shows that there is currently a certain emphasis change on using informational text for young readers with a publication of a new series that is based on the principles of informational text.
  The author believes that informational text, as covered in this study, should be part of the primary school curriculum and is of high relevance to diversify reading material for beginners, increase interest and cater to the different needs of young readers.

Samþykkt: 
 • 24.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23026


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildur Björk Kristjánsdóttir.pdf4.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna