is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23040

Titill: 
  • Lífsánægja og starfsumhverfi sjómanna
  • Titill er á ensku Life satisfaction and work environment of Icelandic seafarers
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Heilsa okkar er mjög dýrmæt en hún byggist á samspili líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna starfsumhverfi, lífsánægju og heilsutengd lífsgæði sjómanna. Einnig að kanna hvort sálfélagslegir þættir (andlegir- og félagslegir þættir) í starfsumhverfi sjómanna hefðu áhrif á heilsu og líðan þeirra.
    Hundrað, þrjátíu og tveir þátttakendur, allt sjómenn á aldrinum 21 – 70 ára tóku þátt í rannsókninni.
    Rannsóknin byggði á megindlegri aðferðafræði þar sem þátttakendum var sendur staðlaður spurningalisti í tölvupósti. Spurningalistarnir sem notast var við voru Norræni spurningalistinn um sálfélagslega þætti í starfi, styttri útgáfa (QPSNordic34+), Lífsánægjukvarðinn Satisfaction With Life Scale (SWLS) og Kvarðinn um heilsutengd lífsgæði Icelandic Quality Of Life (QOL).
    Niðurstöður leiddu í ljós að sjómenn eru almennt ánægðir með líf sitt (M=25,9 og sf=4,7). Heilsutengd lífsgæði sjómanna mældust nokkuð lág (M=47,2 og sf=10,2) en það er nokkuð fyrir neðan almennt meðaltal Íslendinga, sem er 50. Þættir í starfsumhverfi sjómanna sem höfðu marktæk áhrif (p<0,05) á heilsu og líðan þeirra voru: starfskröfur, hlutverk og væntingar. Hlutfall þeirra sjómanna sem höfðu upplifað eða lent í einelti og/eða áreitni á vinnustað var fremur hátt, en 38,9% þátttakenda greindu frá því að hafa upplifað eða lent í einelti og/eða áreitni á síðastliðnum 6 mánuðum. Niðurstöður leiddu jafnframt í ljós að þeir sjómenn sem höfðu upplifað eða orðið fyrir einelti og/eða áreitni á vinnustað höfðu marktækt minni lífsánægju (p<0,05) og heilsutengd lífsgæði (p<0,01) heldur en þeir sem höfðu ekki upplifað eða orðið fyrir einelti og/eða áreitni.
    Þessi rannsókn sýnir heilsustöðu sjómanna í dag og þá afgerandi þætti í starfsumhverfinu sem hafa áhrif á heilsu þeirra. Mikilvægt er að unnið verði áfram að því að bæta starfsumhverfi sjómanna og tryggja þar með velferð þeirra á vinnustaðnum.

  • Útdráttur er á ensku

    Our health is extremely important and it‘s based on a combination of physical, psychological and social factors.
    The aim of the research was to gather data on the working environment of Icelandic seafarers, their life satisfaction and quality of life. The goal was also to see if psychosocial components (psychological- and social factors) in the working environment of Icelandic seafarers impacted their health and well-being.
    A total of 132 seafarers, between the ages of 21-70, participated in the research.
    The research was based on quantitative methods in which the participants received standardized questionnaires. The questionnaires used were the General Nordic Questionnaire For Psychosocial And Social Factors At Work (QPSNordic34+), Satisfaction With Life Scale (SWLS) and Icelandic Quality Of Life (QQL).
    The results showed that Icelandic seafarers are in general satisfied with their lives (M=25.9 and sf=4.7). Quality of life was rather low, (M=47.2 and sf=10.2) which is below the Icelandic average of 50. Factors in the working environment of Icelandic seafarers that had significant effects (p<0.05) on their health and well-being were: job demands, roles and expectations. The percentage of seafarers that had experienced bullying and/or harassment in the workplace was rather high, with 38.9% reporting having experienced bullying and/or harassment in the last 6 months. The results also showed that those seafarers that experienced bullying and/or harassment in the workplace had significantly lower life satisfaction (p<0.05) and quality of life (p<0.01) compared to those that had not experienced any bullying or harassment.
    This research offers an accurate estimation of the general health of Icelandic seafarers and highlights which factors significantly impact different health factors. It’s important that further progress will be made in improving the working environment of Icelandic seafarers and ensuring their continued well-being.

Samþykkt: 
  • 28.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23040


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Salóme Rut Harðardóttir.pdf2.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna