is Íslenska en English

Grein

Landbúnaðarháskóli Íslands > Rafræn tímarit > Rit LbhÍ >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23041

Titill: 
 • Nytjaland
Útgáfa: 
 • Október 2014
Útdráttur: 
 • Nytjalandsverkefnið miðar að því að gera gagnagrunn með upplýsingum um bújarðir landsins, m.a. m.t.t. landkosta. Viðamestu verkþættirnir voru að afla upplýsinga um gróðurfar og landamerki bújarða. Upplýsingaöflun um gróðurfar miðaði að flokka svæði á grundvelli þess hversu gróskumikil þau væru sem jafnframt gæfi upplýsingar um um ástand lands og beitargildi þess. Upplýsingaöflunin náði til alls landsins, en hún var að mestu gerð með greiningum og flokkun á gervitunglamyndum með fjarkönnunaraðferðum (Remote Sensing).
  Til stóð að birta gögnin í stafrænni Jarðabók þar sem unnt væri að gera fyrirspurn varðandi bújarðir og fá þar upplýsingar um flest það sem viðkemur jarðareignum. Verkefninu var ekki lokið eins og fyrirhugað var, en rétt þótti að taka saman upplýsingar um það sem gert var. Í þessu riti er gerð grein fyrir aðferðafræðinni við yfirborðsflokkunina og helstu niðurstöðum. Gerð er grein fyrir bakgrunni verkefnisins, hvaða gögn liggja að baki, hvaða aðferðum var beitt og afrakstrinum.
  Yfirborðsflokkunin var unnin með tveimur kortlagningarlyklum sem hafa verið samþættir og mynda þannig heildarþekju yfirborðsflokkunar fyrir landið allt. Gögnin hafa verið leiðrétt m.t.t. vatnsyfirborðs eins og það er dregið upp í kortagrunni Landmælinga Íslands og einnig hefur upplýsingum um ræktað land og skóglendi verið bætt í flokkunina. Gerð er grein fyrir því hversu rétt yfirborðsflokkunnin er. Sé aðeins horft til eins af þeim stuðlum sem notaðir eru til að meta hversu vel hefur tekist til með flokkun þá sýnir gæða mat á einstökum myndum sem greindar voru í 12 yfirborðsflokka, að nákvæmni flokkunarinnar var að meðaltali 70%. Þegar öll flokkuðu gögnin höfðu verið samræmd og ýmsum aðfengnum gögnum verið bætt inn, reyndist Nytjalandsmynd með 12 flokkum vera 68% rétt en Nytjalands mynd með 8 flokkum 76% rétt. Gæðaúttektin sýndi að það sem dregur stuðla þessa niður er fyrst og fremst skörun milli flokka sem eru vistfræðilega líkir og hafa ekki skýr mörk í náttúrunni og er árangur sæmilega ásættanlegur miðað við notkun gagnanna til að fá yfirlit um grósku landsins. Gróskumestu yfirborðsflokkarnir, ræktað land, graslendi, ríkt mólendi, hálfdeigja, votlendi og skóglendi þekja samtals 16 596 km2 lands samkvæmt Nytjalandi. Rýrt mólendi og mosavaxið land er samtals 28 210 km2. Rýrt mólendi og mosavaxið land er ekki uppskerumikið og gróðurþekjan allvíða rofin, en gróður þekur þó í öllum tilvikum meira en helming yfirborðsins. Samtals er gróið land með meira en 50% gróðurþekju í Nytjalandsgögnunum 45 691 km2 eða tæplega 45% landsins.

 • Útdráttur er á ensku

  The Agricultural University of Iceland has produced a GIS database with vegetation classification map with relatively good resolution, the so-called Nytjaland database (AUI Icelandic Farmland Database). It is aimed to reflect the productivity and land use properties (i.e. for grazing) of the Icelandic vegetation. The AUI Farmland Database land cover (Nytjaland) was created based on supervised classification of satellite images. The project was initated around 2000 but was mostly halted around 2008 due to finance constraints. It uses 10 classes for vegetation in addition to glaciers/snow and open water
  The classification used available multispectral satellite coverage, including Landsat 7 and SPOT 4 and 5. The report describes the classification methods in some detail, but an English version if this text will be published later. It also describes the main problems with this classification, including the high diversity within classes, boundary problems (between vegetation classes and on the ground). Water information was obtained from the National Land Survey of Iceland, and forest information from the Icelandic Forest Service. Some information about agricultural land has been digitized into the database. The classification is based on 12 100 control points on the ground and it was verified by 6550 verification points. Accuracy (Error Matrix) was about 70%, but much of the mismatch was due to unclear differences between ecologically similar classes, making this level of accuracy acceptable for the purposes of the system. These similar classes include grasslands and agricultural land (hay-fields), poor heathland and half vegetated land, the heathland classes and so on.
  Only 70% of Iceland was covered with this classification (termed Nytjaland N12), but the remaining part of the Iceland (mostly highlands) were classified into fewer categories (Nytjaland N6) and an upgraded version (N8) has subsequently been developed with 76% accuracy. The Nytjaland project shows that 45 691 km2 of Iceland is vegetated land with >50% cover, with poor heathland being the most abundant vegetation class.

Birtist í: 
 • Rit LbhÍ nr. 49
ISSN: 
 • 1670-5785
Samþykkt: 
 • 28.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23041


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
rit_lbhi_nr_49.pdf8.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna