is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23044

Titill: 
  • Fjölþætt heilsurækt fyrir eldri einstaklinga : fimm ára eftirfylgnirannsókn
  • Titill er á ensku Multimodal Training Intervention for Older Individuals : A Five Years Follow-up
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Á síðustu árum hefur þjóðin verið að eldast og eldri einstaklingum farið fjölgandi. Með heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi má bæta lífsgæði á efri árum. Að stunda reglulega hreyfingu gefur eldri einstaklingum möguleika á að lifa lengur sjálfstæðara lífi, auðveldar athafnir daglegs lífs og kemur í veg fyrir ótímabæra stofnvist.
    Markmið: Tilgangurinn með þessari rannsókn var að framkvæma eftirfylgnirannsókn á rannsókn sem hófst árið 2008 og bar vinnuheitið Við eldumst öll. Markmið þessarar rannsóknar var jafnframt að bera niðurstöður mælinga saman við fyrri mælingar, sér í lagi eftir að sex mánaða þjálfun lauk og eftir sex mánaða eftirfylgnimælingar í lok árs 2009. Brottfall þátttakanda var skoðað og rýnt í niðurstöður þeirra sem komu í 5 ára eftirfylgnimælingar.
    Aðferð: Rannsóknin var fimm ára eftirfylgnirannsókn sem náði til nokkurra heilsufarsbreyta, þar á meðal mælingar á hreyfifærni, liðleika, styrk, þoli, holdafari, daglegri hreyfingu og heilsutengdum lífsgæðum.
    Niðurstöður: Af þeim 117 einstaklingum sem hófu þátttöku í rannsókninni 2008 tóku 48 einstaklingar þátt í mælingum nú. Af þeim 69 sem ekki mættu í mælingar eru 14 látnir. Hópurinn sem mætti til mælinga hafði tapað styrk í fótum (p<0.001) samanborið við 6 mánaða þjálfun og 6 mánaða eftirfylgni og einnig tapað gripstyrk (p<0.001) út frá öllum fyrri mælingum. Blóðþrýstingur var lægri (p<0.001) samanborið við allar fyrri mælingar en hjartsláttur í hvíld hækkaði (p<0.001) samanborið við allar fyrri mælingar. Mittisummál lækkaði (p=0.01) frá upphafsmælingu og hreyfigeta versnaði hvað varðar heildar stigafjölda í SPPB-hreyfifærniprófi (p<0.001) og undirþáttum: standa upp úr stól (p<0.001), jafnvægi (p=0.01) og fjögurra metra gönguprófi (p<0.001). Hreyfijafnvægi var verra (p<0.001) samanborið við 6 mánaða þjálfun og 6 mánaða eftirfylgni, árangur í sex mínútna gönguprófi versnaði (p<0.001) miðað við allar fyrri mælingar og dagleg hreyfing minnkaði (p<0.001) samanborið við 6 mánaða þjálfun og 6 mánaða eftirfylgni.
    Umræða og ályktun: Hreyfigeta versnar með aldri ef einstaklingar stunda ekki reglulega skipulagða þjálfun. Niðurstöður sýna hve mikilvægt það er að sinna þessum aldurshópi vel, finna leiðir til að koma í veg fyrir hreyfiskerðingu eldri aldurshópa og væntanlega draga úr ótímabærri stofnanavist.

Samþykkt: 
  • 28.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23044


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragna Baldvinsdóttir - Fjölþætt heilsurækt fyrir eldri einstaklinga - 5 ára eftirfylgnirannsókn - Lokaverkefni - 25.5.15 .pdf2.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna