is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23047

Titill: 
  • Hvernig er hægt að bregðast við loftslagsbreytingum með skipulagsgerð?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Loftslagsbreytingar fela í sér gríðarlega áskorun fyrir ríki og samfélög um heim allan. Eitt þeirra stjórntækja sem kemur að gagni í baráttunni við loftslagsbreytingar er gerð og framkvæmd skipulagsáætlana stjórnvalda. Hér er sjónum beint að hlutverki skipulagsáætlana við að ráðast að orsökum loftslagsbreytinga og hvernig skipulagsákvarðanir koma að gagni við að aðlaga byggð og samfélag að óhjákvæmilegum afleiðingum þeirra. Stefna íslenskra stjórnvalda er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og jafnframt að hefja aðlögun að loftslagsbreytingum og því ættu sveitarfélög að vinna markvisst að því að vinna þeirri stefnu brautargengi í skipulagi. Verkefnið felur í sér að skoða hvað skipulagsgerð getur lagt af mörkum til að draga úr loftslagsvandanum með rýni á fræðilegum heimildum. Einnig eru birtar niðurstöður tilviksrannsóknar þar sem greint er hvernig sveitarfélög á Íslandi eru að bregðast við loftslagsbreytingum í aðalskipulagi. Rannsóknin felur í sér greiningu á átta aðalskipulagsáætlunum og umhverfismati þeirra og var stuðst við matslista við greiningarvinnuna.
    Niðurstöður tilviksrannsóknarinnar benda til þess að sveitarfélög á Íslandi séu meðvituð um tengsl skipulags og loftslagsbreytinga en nýta sér þær leiðir sem standa til boða í mismiklum mæli. Aðalskipulag Reykjavíkur sker sig úr að því leyti að þar er ítarlega fjallað um tengsl loftslagsbreytinga og byggðarþróunar og sett fram stefna í loftslagsmálum sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í öðrum sveitarfélögum er áherslan á loftslagsmál skemur á veg komin. Tækifærin snúa einkum að þéttingu byggðar og aðgerðum í samgöngumálum auk skógræktar. Í þéttbýli við ströndina er megináherslan á viðbrögð við fyrirsjáanlegri hækkun sjávarborðs með sjóvörnum og ákvörðunum um lágmarksgólfhæðir bygginga til að fyrirbyggja tjón af völdum flóða. Líta verður til þess að rannsóknartilvikin eru ólík og jafnvel um að ræða fámenn bæjarfélög þar sem tækifæri til þess að taka á rótum vandans með ákvörðunum í skipulagi kunna að vera færri. Niðurstöðurnar benda þó til þess að í aðalskipulagi sé talsvert svigrúm til að taka á loftslagsbreytingum af meiri myndugleika.
    Lykilorð: Loftslagsbreytingar, aðalskipulag, skipulagsgerð, umhverfismat áætlana, sveitarfélög

Samþykkt: 
  • 28.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23047


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birna björk Árnadóttir.pdf872.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna