is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23048

Titill: 
  • „Mig langar til að næsta kynslóð hafi Jörð til að lifa á“ : könnun á þekkingu og viðhorfum nemenda í Grænfánaskólum til umhverfismála
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hugtakið umhverfismennt merkir það að fræða, mennta og vekja athygli fólks á öllum aldri á umhverfismálum. Tilgangur umhverfismenntar er að efla færni fólks til að vinna að lausn þeirra vandamála sem steðja að umhverfinu og auka skilning þess á náttúrunni. Skólar á grænni grein (e. Eco-Schools) eða Grænfánaverkefnið, eins og það er oft kallað, er eitt verkefna sem lýtur að því að efla umhverfismennt og innleiða umhverfisstefnu innan skóla á öllum skólastigum. Verkefnið er alþjóðlegt og hefur verið rekið hér á landi síðan árið 2001 af Landvernd.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf og þekkingu nemenda Grænfánaskóla í umhverfismálum til að meta hvernig hefur gengið að ná markmiðum Grænfánaverkefnisins. Aðferð samleitandi sniðs var beitt þar sem gagna var aflað með notkun megind- og eigindlegrar aðferðafræði. Spurningakönnun ætluð nemendum 7. bekkjar var send til 40 Grænfánaskóla haustið 2014. Aðeins 13 skólar lögðu könnunina fyrir en fjöldi nemenda sem tók þátt er vel ásættanlegur eða 326. Tekin voru viðtöl við átta nemendur í 7.-10. bekk í einum Grænfánaskóla. Viðtöl voru einnig tekin við tvo útskrifaða nemendur sama skóla sem voru á sínu öðru ári í menntaskóla.
    Niðurstöður gefa til kynna að skólum gengur vel að ná markmiðum Grænfánaverkefnisins í að fylgja eftir virkri umhverfisstefnu og bæta umhverfi skólanna. Vísbendingar eru um að þátttaka í verkefninu styrki ímynd skólanna og efli samfélagskennd innan þeirra. Nemendur reyndust meðvitaðir um umhverfismál og jákvæð hegðun þeirra styrkist að einhverju marki með fræðslu og eftirfylgni við umhverfisstefnu skólanna. Niðurstöður sýndu þörf á að leggja frekari áherslu á að þjálfa færni nemenda til að takast á við umhverfismál á lýðræðislegan hátt. Með sjálfbærni sem einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár felast tækifæri til að tengja verkefnið frekar skólanámskrá. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er meiri áhersla lögð á verkefnið í yngri bekkjum grunnskóla. Því er bent á mikilvægi þess að þátttökuskólar aðlagi verkefnið að áhuga og færni nemenda á eldri stigum grunnskóla og framhaldsskólastigi meira en nú þegar er gert.

Samþykkt: 
  • 28.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23048


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hugrún Geirsdóttir lokaverkefni.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna