is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23049

Titill: 
 • Leið íslenskra keppnis- og afreksmanna í knattspyrnu í atvinnumennsku erlendis
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Atvinnumennska er það sem flestum fótboltastrákum á Íslandi dreymir um. Margir hafa farið ungir erlendis í atvinnumennsku á meðan aðrir hafa sannað sig fyrst á Íslandi.
  Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar er að reyna að átta sig á því hvaða leið er sú heppilegasta frá litla Íslandi til þess að ná langt í knattspyrnu úti í hinum stóra heimi? Hvaða leið er æskilegt að fara til að lifa atvinnumannadrauminn á erlendri grundu og leika knattspyrnu í A-landsliði fyrir þjóð sína? Tilgangur þessa verkefnis er að skoða framvindu og leikferil leikmanna sem hafa leikið A-landsleiki síðastliðin ár og sjá hvaða leið flestir af okkar afreksmönnum í knattspyrnu eru að fara, einnig að skoða þróun síðastliðin 10 ár hjá leikmönnum sem hafa farið út í atvinnumennsku
  Aðferð: Til að finna svör við rannsóknarspurningum eru leikmenn skoðaðir sem hafa leikið í A-landsliðsleiki í undankeppnum fyrir stórmót karla, frá EM 2008 til EM 2016. Einnig eru skoðaðir leikmenn sem hafa farið út í atvinnumennsku frá árinu 2005 til 1. apríl 2015. Helstu upplýsingum sem safnað var saman um leikmennina er aldur þeirra þegar þeir fara erlendis, hvenær þeir fara fyrst og hvort þeir komi heim eða eru ennþá erlendis. Þá er einnig horft til breyta eins og frá hvaða liðum þeir fara út og hve marga landsleiki þeir hafa leikið með unglingaliðum.
  Niðurstöður: Helstu niðurstöður eru þær að leikmenn sem fara út fyrir 19 ára aldur fara flestir til Englands, Hollands eða Danmerkur. Annar hver leikmaður sem fer erlendis kemur aftur til Íslands. Leikmenn sem eru 19 ára og eldri fara flestir til Norðurlandanna. Helmingur eða 50% A-landsliðsmanna hafa leikið með öllum yngri landsliðunum en þriðjungur hefur ekki leikið með U-17.
  Umræður: Í dag reyna mörg atvinnumannalið að finna næstu stórstjörnur á unga aldri, fá þá til sín sem efnilega leikmenn áður en þeir hafa tekið út fullan líkamsþroska. Margir leikmenn frá Íslandi fara ungir erlendis en árangur þeirra er misjafn. Flestir atvinnumenn og A-landsliðsmenn Íslands fara frá Íslandi til Noregs.

Samþykkt: 
 • 28.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23049


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elfar Árni Aðalsteinsson - M.Ed. lokaverkefni - Vormisseri 2015.pdf955.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna