is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23052

Titill: 
 • Titill er á ensku Cells and cytokines that support survival of plasma cells in neonatal bone marrow
 • Frumur og boðefni sem stuðla að lifun plasmafrumna í beinmerg nýbura
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Vanþroski ónæmiskerfis nýbura er ástæða daufra ónæmissvara og aukins næmis þeirra fyrir sýkingum. Mótefnasvör eru lág og lækka hratt vegna takmarkaðrar lifunar mótefnaseytandi frumna (e. antibody-secreting cells, AbSCs) í beinmerg. Ef ónæmisglæðirinn LT-K63 er gefinn með próteintengdu fjölsykrubóluefni gegn pneumókokkum (Pnc1-TT) eykur hann lifun AbSCs, sértækra fyrir bóluefnið. Ferlarnir sem miðla þessari auknu lifun AbSCs í beinmerg nýburamúsa eru enn óþekktir.
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða frumur og þættir væru mikilvægir fyrir lifun AbSCs í beinmerg nýburamúsa eftir bólusetningu með Pnc1-TT og áhrif ónæmisglæðisins LT-K63. Sérstök áhersla var lögð á að kanna áhrif LT-K63 á frumur meðfædda ónæmiskerfisins sem þekktar eru fyrir að seyta lifunarboðefnunum APRIL og interleukin (IL)-6.
  Sjö daga gamlar nýburamýs voru bólusettar með Pnc1-TT með eða án ónæmisglæðisins LT-K63. Tíðni neutrófíla, eósínófíla, mónócýta, makrófaga, megakarýócýta, auk APRIL- og IL-6-seytandi frumna, var könnuð í beinmerg á mismunandi tímapunktum eftir bólusetningu.
  Nýburamýs sem voru bólusettar með bóluefninu og ónæmisglæðinum höfðu aukna tíðni af eósínófílum og megakarýócýtum í beinmerg eftir bólusetningu í samanburði við mýs sem voru bólusettar með bóluefninu eingöngu. Þær höfðu einnig aukna tíðni APRIL-seytandi frumna í beinmerg, en mýs bólusettar einungis með bóluefninu höfðu aukna tíðni IL-6-seytandi frumna í beinmerg. Aukin tíðni APRIL-seytandi eósínófíla og megakarýócýta, sem og IL-6-seytandi eósínófíla og megakarýócýta var greinanleg í nýburamúsum sem bólusettar voru með bóluefninu og ónæmisglæðinum. Einnig var hlutfall eósínófíla sem seyttu APRIL og IL-6 og hlutfall megakarýócýta sem seyttu APRIL hærra hjá nýburamúsum sem bólusettar voru með bóluefni og ónæmisglæði en hjá músum sem bólusettar voru eingöngu með bóluefni.
  Samkvæmt þessum niðurstöðum eykur ónæmisglæðirinn LT-K63 bæði fjölda eósínófíla og megakarýócýta í beinmerg nýburamúsa eftir bólusetningu með Pnc1-TT. Einnig virkjar hann hærra hlutfall eósínófíla til að seyta lifunarboðefnunum APRIL og IL-6 og hærra hlutfall megakarýócýta til að seyta boðefninu APRIL. Líklegt er að þessir þættir stuðli að aukinni lifun AbSCs í beinmerg nýburamúsa sem sýnt hefur verið fram á þegar ónæmisglæðirinn LT-K63 er gefinn með bóluefninu Pnc1-TT.

 • Útdráttur er á ensku

  Immaturity of the immune system contributes to high susceptibility to infectious diseases and poor vaccine responses during the first years of life. Antibody (Ab) responses are slow and transient due to reduced survival of Ab-secreting cells (AbSCs) in the bone marrow (BM). The adjuvant LT-K63 has been reported to enhance long-term persistence of vaccine-specific AbSCs in BM of neonatal mice when administered with the pneumococcal conjugate vaccine Pnc1-TT. However, the mechanisms that mediate the prolonged survival still remain unknown.
  This study was aimed at understanding which cells and molecules contribute to increased AbSC survival; primarily focusing on the effects the adjuvant LT-K63 has on different innate cell types in the BM, known for their ability to secrete AbSC survival factors, and their secretion of the cytokines a proliferation-inducing ligand (APRIL) and interleukin (IL)-6, which are critical survival factors for AbSCs in BM.
  Neonatal (7 days old) mice were immunized with the vaccine Pnc1-TT with or without the adjuvant LT-K63 and the frequency of neutrophils, eosinophils, monocytes, macrophages and megakaryocytes in BM was assessed at different time points after immunization. Frequency of APRIL- and IL-6-secreting cells in BM was also assessed.
  Increased frequency of eosinophils and megakaryocytes was detected in BM of neonatal mice immunized with vaccine and adjuvant compared with mice immunized with vaccine alone. Increased frequency of APRIL+ cells was detected in BM of neonatal mice immunized with vaccine and adjuvant, whereas mice immunized with only vaccine had higher frequency of IL-6+ cells. Increased numbers of APRIL+ eosinophils and APRIL+ megakaryocytes as well IL-6+ eosinophils and IL-6+ megakaryocytes were observed in BM of neonatal mice immunized with vaccine and adjuvant compared with mice immunized with vaccine only. Furthermore, the fraction of eosinophils that were APRIL+ and IL-6+ was larger in neonatal mice immunized with vaccine and adjuvant. The fraction of megakaryocytes that were APRIL+ was also larger in neonatal mice immunized with vaccine and adjuvant.
  Thus, according to the results of this study, it is likely that the adjuvant LT-K63 not only increases the number of eosinophils and megakaryocytes in BM of neonatal mice, but also activates a higher percentage of eosinophils to secrete the AbSC survival factors APRIL and IL-6 and a higher percentage of megakaryocytes to secrete APRIL. This might contribute to increased survival of AbSCs observed in BM at early age when the adjuvant LT-K63 is administered together with the vaccine Pnc1-TT.

Samþykkt: 
 • 28.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23052


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_thesis_printed_version.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna