is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23055

Titill: 
 • Titill er á ensku Optimal training frequency in bodyweight and resistance high-intensity interval training for healthy adults
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Optimal training frequency in bodyweight and resistance high-intensity interval training for healthy adults.
  Introduction: It is scientifically proven that exercise is an effective way to improve physical and mental health. However, the precise type, volume and intensity needed to accrue these health benefits is a controversial topic. The purposes of the current study were (i) to know and analyse the effects of a high-intensity interval training program on body composition, physical fitness and mental health in healthy adults and (ii) to know and analyse the effects of the number of sessions in a high intensity interval training program on, body composition, physical fitness and mental health in healthy adults.
  Method: Subjects were randomly assigned to one of three groups that engaged in bodyweight and resistance HIIT, either three (n=17), four (n=22) or five (n=15) times a week for 12 weeks. Subjects were measured at baseline and after 12 weeks. Their body composition was measured by bodyweight, body fat and waist, hip and thigh circumference measurements. Physical fitness was measured with a 500m row, 5RM squat, maximum push ups, pull ups and sit ups in 60 seconds and maximum time in ring hold. Flexibility was measured with an active lying straight-leg raise test and finally mental health was evaluated with the DASS (depression, anxiety and stress scale) questionnaire.
  Results: Following HIIT, body fat, waist and hip circumference decreased (p<0.05) and anaerobic endurance, muscle strength, muscle endurance and flexibility was improved (p<0.05) in all groups, whereas the 4x/week group also showed decrease in bodyweight (p<0.05). No significant changes were observed for mental health in any of the groups. The results did not show any difference between groups. Results indicate that when it comes to bodyweight and resistance HIIT, four or five sessions a week do not provide additional benefits when compared with three times a week.
  Conclusion: Results demonstrated that bodyweight and resistance HIIT improves performance in all aspects of physical fitness and body composition except the reduction of thigh circumference and weight loss regardless of how often practiced, three, four or five sessions a week.
  Keywords: Bodyweight and resistance high-intensity interval training, high-intensity interval training, training frequency, body composition, physical fitness.

 • Ákjósanleg æfingatíðni há-ákefðarþjálfunar fyrir heilbrigða fullorðna einstaklinga
  Inngangur: Það er vísindalega sannað að hreyfing er áhrifarík leið til að bæta líkamlega og andlega heilsu. Hins vegar er sífellt á reiki hver sé ákjósanlegasta tegund, magn og ákefð hreyfingar til að hljóta sem mestan heilsufarsávinning. Þessi rannsókn mat bætingu á líkamssamsetningu (líkamsþyngd, fituprósentu og ummáli), líkamlegu atgervi (þoli, styrk, vöðvaúthaldi og liðleika) og andlegri heilsu (þunglyndi, kvíða og streitu) hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingum í kjölfar 12 vikna há-ákefðarþjálfunar með eigin líkamsþyngd og lóðum (HIIT) og bar saman hópa sem æfðu þrisvar, fjórum eða fimm sinnum í viku.
  Aðferð: Þátttakendum var raðað af handahófi í einn af þremur hópum sem stunduðu há-ákefðarþjálfun, annaðhvort þrisvar (n = 17), fjórum (n = 22) eða fimm (n = 15) sinnum í viku í 12 vikur. Þátttakendur voru mældir í upphafi og í lok rannsóknar. Líkamssamsetning var mæld með þyngd, fituprósentu og ummáli mittis, mjaðma og læra. Líkamlegt atgervi var mælt með 500 m róðri, 5RM hnébeygju, hámarksfjölda armbeygja, upphífa og uppseta á einni mínútu og hámarkstíma í hringjastöðu. Liðleiki var mældur með „active lying straight-leg raise“ prófi og loks var andleg heilsa metin með DASS spurningalista til að meta þunglyndi, kvíða og streitu.
  Niðurstöður: Eftir 12 vikna há-ákefðarþjálfun kom fram marktæk lækkun á fituprósentu og ummáli mittis og mjaðma (p<0,05) í öllum hópum. Einnig var marktækur munur á þoli, styrk, vöðvaúthaldi og liðleika (p<0,05), en hópurinn sem æfði fjórum sinnum í viku sýndi einnig lækkun á líkamsþyngd. Ekki var marktækur munur á andlegri heilsu í neinum hóp. Niðurstöðurnar sýndu engan marktækan mun á milli hópa og benda niðurstöður til þess að þegar kemur að há-ákefðarþjálfun með eigin líkamsþyngd og lóð (HIIT) veita fjórar eða fimm æfingar á viku ekki marktækt meiri bætingu og framfarir en þrjár æfingar á viku.
  Ályktun: Niðurstöður sýna að há-ákefðarþjálfunin sem var metin í rannsókninni bætir árangur í öllum þáttum líkamlegs atgervis og líkamssamsetningu nema ummáls læra og líkamsþyngd óháð fjölda æfinga á viku, þrisvar, fjórum eða fimm sinnum.
  Leitarorð: Há-ákefðarþjálfun, þjálfunartíðni, líkamssamsetning, líkamlegt atgervi, andleg heilsa.

Samþykkt: 
 • 29.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23055


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc Thesis-Optimal training frequency in bodyweight and resistance high-intensity interval training for healthy adults.pdf2.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna