is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn í Reykjavík > Tækni- og verkfræðideild > MEd / MPM / MSc verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23056

Titill: 
 • Titill er á ensku Quantitative Intravoxel Analysis of microCT-Scanned Resorbing Ceramic Biomaterials
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Samræmi milli þrívíðar stoðgrindur og ræktun frumna er mjög mikilvægt til beinmyndunar í vefjaverkfræði. Lögun og eiginleikar efnisins í stoðgrindinni getur haft áhrif á hegðun frumna og vöxt þeirra. Rannsóknir á þessu sviði einblína á að öðlast djúpa þekkingu varðandi samspil milli þrívíðar stoðgrindur úr mismunandi efnum og frumu tegundir í frumuræktunum in vivo/vitro. Markmið þessa verkefnis var að þróa stafræna úrvinnslu er byggir á smásneiðmyndun af þrívíðum bíókeramiskum stoðgrindum sáð með stofnfrumum sem leyfir þrívíddar endurbyggingu, módelgerð, mælingar, og tölfræðilegar útreikningar sem stutt geta greiningu á frumuvexti eftir ákveðinn tíma í frumu ræktun.
  Skannaðar voru sex þrívíð þríkalsíum fósfat stoðgrindur með smásneiðmyndunar tæki í Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Eftir skönnun voru þau ræktuð með frumum í 3, 6, og 8 vikur og aftur
  skönnuð eftir ræktun. Rúmmálsbreytingar verða greindar með þrívíðum líkanagerðum af byggingu stoðgrindanna og verða studdar með myndum fengnar úr rafeindasmásjá. Smásneiðmyndirnar voru einnig greindar með tölfræðilegum útreikningum sem byggir á línuleg tengsl milli dreifni stuðul skannaða efnisins og gráskálagildisins sem fæst úr sneiðmyndunar tækinu. Þessi aðferð er studd með X-ray eðlisfræði þekkingu með notkun á þekkt gildi á ljóseindar orku í smásneiðmyndunar tækinu.
  Samanburður á gráskalagildum er gerður á milli stoðgrinda fyrir og eftir ræktun á mismunandi tímabilum. Niðurstöður sýndu að rúmmálsbreytingar á míkró skala voru lítillegar milli ræktunar
  tímabila en aftur á móti urðu marktækar breytingar á nanó skala í bíókeramiska efninu. Með öraflfræði útreikningum var sýnt fram á að porurnar á nanó skala hafa aukist í efninu með tilliti til tíma sem leiddi til minnkun á eðliseiginleika efnisins. Aðferðir sem byggja á sneiðmyndunar tækni er ákjósanlegar í ljósi þess að þurfa ekki að fórna sýnunum til rannsóknar og því eru frekari rannsóknir á sama sýni mögulegar.

Samþykkt: 
 • 29.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23056


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AgnesCzenek.pdf32.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna