Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23057
Verkefnið er þríþætt og byrjar á umfjöllun um uppbyggingu og almenna virkni á vatnsaflsrafölum þar sem að rafalinn er brotinn niður í hluta og uppbygging og virkni hvers og eins hlutar er útskýrt. Farið er í gegnum hvað veldur því að rafali framleiðir rafmagn og áhrif aflaukningar og minnkunar á rafala með og án
breytinga á segulmögnun hans og þar með sýnt fram á mikilvægi reglunar vatnsflæðis og segulmögnunar á rafalanum. Að lokinni uppbyggingar- og virknikaflans er farið í bilanir og bilanatíðni þar sem skoðað er hverjar helstu bilanir rafala eru. Mikilvægi vel gerðrar bilanaskráningar eru gerð skil ásamt því að sýna tengslin á bilanaskráningu og ástandsmati
rafala. Að lokum er farið í gegnum nokkrar aðferðir sem þekktar eru innan Landsvirkjunar um gerð ástandsmats á rafölum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Uppbygging, bilanir og ástandsmat rafala.pdf | 10,16 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |