is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23058

Titill: 
 • Munur á vöðvanotkun og –virkni í hlaupi í vatni og á landi hjá vönum hlaupara : einhliða snið
 • Titill er á ensku Muscle recruitment in running on land and in water from trained runner
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Munur á vöðvanotkun og -virkni í hlaupi í vatni og á landi hjá vönum hlaupara:
  Inngangur: Þjálfun í vatni sem viðbót við almenna íþróttaþjálfun á þurru landi eða sem endurhæfing eftir stoðkerfisáverka hefur lengi vel verið þekkt á Íslandi og víðar. Djúpvatnshlaup er þjálfunaraðferð þar sem fólk hleypur í djúpu vatni án þess að snerta botn laugarinnar og líkir sem mest eftir hlaupahreyfingum á landi. Áhugi á djúpvatnshlaupi hefur aukist síðustu ár og sífellt fleiri velja sér þann þjálfunarkost. Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman vöðvavirkni og hreyfiferil þátttakanda milli fjögra hlaupaaðstæðna ásamt því að reyna svara þeirri spurningu hvort hlaup í vatni sé nægilega líkt hlaupi á landi til að getað kallast sérhæfð þjálfun fyrir hlaupi á landi.
  Aðferð: Einhliða tilraunasnið var notað í þessari rannsókn þar sem borin voru saman hlaup við ferns konar aðstæður, á hlaupabretti við 0% halla og 1% halla og í djúpu vatni með og án flotbeltis. Vöðvavirkni fimm vöðva (fjögurra í neðri útlimum og eins í efri útlimum) var skoðuð með KINE vöðvaritsmælingum. Einnig var hreyfiferill (ROM) greindur í öllum hlaupaaðstæðum. Þátttakandi var 38 ára kona, vanur hlaupari í góðu líkamlegu ástandi, heilsuhraust og laus við meiðsli.
  Niðurstöður: Gastrocnemius (GAS) sýndi helmingi minni vöðvavirkni í vatni en á landi og Tibialis Anterior (TA), Biceps Femoris (BF) og Triceps Brachii (TB) voru allir virkari í vatni en á landi. Hreyfiferillinn (ROM) var stærri í ökkla-, hné- og mjaðmaliðum í vatni en á landi. Rectus Femoris (RF) sýndi meiri vöðvavirkni við Hlaupabretti (TMR) við 1% heldur en 0% halla. TA, BF og TB sýndu minni vöðvavirkni við djúpvatnshlaupi með floti (DWR-F) heldur en djúpvantshlaupi án flots (DWR) og RF var eini vöðvinn sem var virkari við DWR-F heldur en DWR. ROM voru minni við DWR-F í hné- og ökklalið heldur en við DWR og ROM í mjaðmalið var stærra við DWR-F heldur en DWR.
  Samatekt og umræður: Þegar horft er á vöðvavirkni, ROM og hlaupastíl er hlaup í vatni mjög ólíkt hlaupi á landi. Einnig er oftast munur á hlaupastílum milli DWR-F og DWR sem hefur möguleg áhrif á virkni mældra vöðva sem og ROM. Með þessum niðurstöðum getum við ekki sagt að hlaup í vatn sé sérhæfð þjálfun fyrir hlaup á landi þar sem margt bendir til þess að um ólíka vöðavirkni og ROM sé að ræða milli lands og vatns. Þörf er á frekari rannsóknum á hlaupi milli lands og vatns.
  Efnisorð:Djúpvatnshlaup/DWR,Vöðvaritsmælingar/EMG,Hreyfiferill/ROM
  Leyfi: Rannsóknin hefur verið samþykkt af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd.
  Rannsakandi: Bára Sigurbjörg Ólafsdóttir
  Leiðbeinandi: Ingi Þór Einarsson

 • Útdráttur er á ensku

  Muscle recruitment in running on land and in water from trained runner:
  Introduction: Running is one of the most popular form of exercise people use today to stay in shape and improve their fitness. Runners and joggers can frequently be seen running at different speed in different situations. Treadmills are also popular exercise machines in many gyms, both for general fitness and for specific running training. Further running in deep water has gained popularity in the last few years both as means to return to fitness after injury and as general fitness exercise.
  Purpose: To investigate muscle recruitment in 4 different running situation and to estimate if running in deep water can be seen as specific training for running on land.
  Methods: A single case study was done where a trained runner ran in four different situations, treadmill (TMR) running with 0% incline, treadmill running with 1% incline, deep water running without float belt (DWR) and deep water running with float belt (DWR-F) with the same effort according to Borge scale (10 - 12). Wireless EMG (KINE) was used to assess muscle activation in all situations in five muscles, for in the lower limbs and one in the upper limb. Average value of five whole running cycles was calculated and results are depict as percentage value of maximal voluntary contraction described by SENIAM. Range of motion (ROM) was measured for all running stiles.
  Results: Gastrocnemius (GAS) displayed twice as much activity on land as in water but Tibialis Anterior (TA), Biceps Femoris (BF), and Triceps Brachii (TB) all showed more activity in water than on land. Rectus Femoris (RF) was more active on treadmill (TMR) with 1% than 0% incline. TA, BF og TB demonstrated less activity in deep-water running with float (DWR-F) than deep-water running without float and RF was the only muscle that was more active in DWR-F than DWR. ROM was less in DWR-F for knee and ankle than in DWR and ROM in the hip was greater in DWR-F than in DWR.
  Discussions and conclusion: From this case study we have demonstrated that it is possible to use KINE EMG to measure and compare muscle activity both on land and in water. The fact that no difference was found in the two land situations demonstrates that 1% incline which many runners use on the treadmill does not significantly alter the muscle activation in these five muscles. GAS showed significantly less activation in water than on land which can be explained with less weight bearing in water. TA, BF and TB needs to push against the water with large surface of the limbs either in flexion or extension creating large drag, which can explain higher activation of these muscles in water while RF pushes against the water with bent knee and there for not creating as much drag.
  The only muscle to show any real fatigue in the EMG data was TA when running in water. This can be explained with TA needs to hold the ankle in fixed position against viscosity of the water when the knee is extending and although the subject was highly trained in running on land and skilled deep water runner, her TA is not so well trained muscle in her case. Conclusion: Even though many things are similar between runnings on land and in water it is not possible to conclude from this study that running in water can be seen as specific training for running on land.

Samþykkt: 
 • 29.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23058


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Munur á vöðvanotkun og –virkni í hlaupi í vatni og á landi hjá vönum hlaupara.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna