is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23060

Titill: 
 • Upplýsingatækni og söguaðferðin : kennsluvefur um stafræna efnisgerð í samþættum verkefnum
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þetta er 30 eininga (ECTS) lokaverkefni til M.Ed.-prófs á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Verkefnið er tvíþætt og felst annars vegar í gerð kennsluvefs með hugmyndum að verkefnum fyrir nemendur ásamt leiðbeiningum fyrir kennara og nemendur (20 ECTS) og hins vegar greinargerð sem vefnum fylgir (10 ECTS). Verkefnin eru sniðin að svonefndri söguaðferð (e. storyline method eða storyline approach) og gera ráð fyrir að nemendur beiti upplýsingatækni og stafrænni miðlun við verkefnavinnuna.
  Höfundur hefur verið starfandi í Kársnesskóla síðustu tvö ár, bæði sem forfallakennari og stundakennari, og er vefurinn gerður með þarfir skólans í huga. Í skólanum er söguaðferðin í hávegum höfð og mikið notuð við kennslu á yngsta stigi og miðstigi. Á kennsluvefnum eru kynntir átta sögurammar sem kenndir eru á miðstigi. Innan hvers ramma er lagt upp eitt verkefni þar sem reynir á upplýsingatækni og stafræna miðlun. Á vefnum eru þessi verkefni kynnt og þau lögð fyrir nemendur. Hverju verkefni fylgja stuttar kennslumyndir á forrit sem hægt er að nýta í verkefnavinnunni. Einnig eru á vefnum ýmsar kennsluleiðbeiningar fyrir kennara.
  Í greinargerðinni er fjallað um tilgang og markmið vefsins. Áherslur aðalnámskrár hvað snertir upplýsingatækni og miðlun eru skoðaðar og upplýsingatækniverkefnin á vefnum skoðuð í ljósi þeirra. Fjallað er um söguaðferðina, samþættingu upplýsingatækni við aðrar námsgreinar og stöðu upplýsingatækni í skólastarfi. Einnig er rætt um reynslu kennara og nemenda við Kársnesskóla af því að nota verkefnavefinn.
  Vefurinn verður öllum opinn og er von höfundar að hann geti nýst almennum kennurum sem vilja leggja aukna áherslu á upplýsingatækni og miðlun í skólastarfi hvort sem þeir beita söguaðferðinni eða ekki í sinni kennslu. Vefurinn ber heitið Upplýsingatækni og söguaðferðin: Kennsluhugmyndir og leiðbeiningar fyrir stafræna efnisgerð og er á slóðinni http://www.utkennsla.com.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 29.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23060


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Upplýsingatækni og söguaðferðin.pdf3.97 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna