is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23066

Titill: 
 • Viðhorf íþrótta- og sundkennara til skóla án aðgreiningar
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta fjallar um viðhorf íþrótta- og sundkennara gagnvart menntastefnunni skóla án aðgreiningar. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á viðhorf íþrótta- og sundkennara til skóla án aðgreiningar og hvort þeir vinni eftir áherslum stefnunnar.
  Við gagnaöflun var stuðst við megindlegar rannsóknaraðferðir. Spurningalisti var sendur til 60% af íþrótta- og sundkennurum landsins í almennum grunnskólum. Úrtak var fundið með lagskiptu slembiúrtaki. Í rannsókninni voru 105 þátttakendur. Lítill hluti þátttakanda hafði sótt námskeið í tengslum við skóla án aðgreiningar og aðeins um fjórðungi þátttakanda hafði boðist að sækja námskeið í þeim efnum. Niðurstöður sýndu að 61% þátttakenda taldi sig jákvæðan í garð skóla án aðgreiningar og 84% þátttakenda taldi sig vinna vel eftir áherslum stefnunnar. Nokkuð algengt var að nemendur tækju ekki þátt í íþrótta- og sundtímum með samnemendum sínum vegna fötlunar. Einnig var nokkuð stór hluti þátttakanda sem voru með nemendur í sér íþrótta- og sundtímum vegna fötlunar. Þátttakendur voru flestir sammála um að jákvætt viðhorf kennara til stefnunnar skóla án aðgreiningar myndi skila sér með jákvæðu viðhorfi nemenda til stefnunnar ásamt því að íþrótta- og sundkennsla gæti styrkt félagslega stöðu nemenda með fötlun. Allir þátttakendur voru sammála um mikilvægi þess að þeir skipulegðu kennslu sína með það að markmiði að efla heilbrigði og velferð allra nemenda.
  Niðurstöður rannsóknar eru gagnlegar íþrótta- og sundkennurum. Rannsóknir hafa bent á mikilvægi íþrótta þar sem þær geta stuðlað að minnkun fordóma, bætt sjálfsmynd og styrkt félagsleg tengsl. Niðurstöður benda til að íþrótta- og sundkennarar geti skipulagt kennslu sína betur með það í huga að fylgja eftir áherslum menntastefnunnar skóla án aðgreiningar sem er lögbundin í grunnskólum landsins. Einnig má álykta af niðurstöðum að íþrótta- og sundkennara skorti þekkingu á skóla án aðgreiningar og færni í því hvernig hægt sé að koma á móts við fjölbreytileikann í kennslu sinni.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this study is to examine the perspective of PA teachers inclusive education policy in elementary schools. The aim of this study is to shed a light on the attitude of PA teachers towards inclusive education and if they are working according to the policy.
  Data was collected using quantitative research methods. A questionnaire was sent out to 60% of PA teachers in elementary schools in Iceland. The sample was stratified random sample with 105 participants. Minority of participants had attended courses regarding school of distinction and only 25% had been invited to a course about that subject. The results showed that 61% thought they were positive regarding school of distinction and 84% thought they were working according to the policy. It was quite common that pupils were not participating in regular sport- and swimming lessons because of their disability. It was also quite common that participants offered special lessons for their disabled pupils. Most participants agreed that their positive attitude towards school of distinction would result in positive attitude of the pupils towards this policy and they could strengthen the social standing of their disabled pupils. All participants agreed on the importance of organized education aiming on improve health and welfare of all pupils.
  These results are beneficial for PA teachers. Studies have confirmed the importance of sports since they can minimize prejudice, improved self-image and strengthen social connections. These results suggest that PA teachers can organize their education better having in mind following the emphasis of the policy of inclusive education, which is lawfully for the elementary schools in Iceland. It can also be concluded that PA teachers need more knowledge of inclusive education and skills on how to meet the diversity in education.

Samþykkt: 
 • 30.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23066


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhorf_íþrótta_sund_kennara_til_skólaánaðgreiningar_SJB.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna