is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23067

Titill: 
  • Grenndarhitaveita við Ísafjarðarbæ og kortlagning á lífrænum hráefnum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjárfestingar í sjálfbærum orkukerfum styðja við innviði samfélagsins og auka lífsgæði. Áhugavert er að opna umræðu um vistrækt í því samhengi. Við Ísafjarðarbæ er um þessar mundir verið að skoða uppsetningu á varmadælu til upphitunar á miðlægri hitaveitu bæjarfélagsins. Tækifæri liggja í að hita framrásarvatn veitunnar með brennslu á gösum sem fengin eru með gerjun lífrænna hráefna. Markmið þessa verkefnis er könnun á þeim möguleika. Helsta framlag þessa verkefnis til umræðunnar um líforku á Íslandi felst í samantekt og frumrannsóknum á landbúnaðartölum með KDE hitakortum. Niðurstöður verkefnisins kalla á frekari skoðun á þeim möguleikum sem liggja í nýtingu á innviðum sem þegar eru fyrir hendi við Ísafjarðarbæ. Í því sambandi er áhugavert að skoða ónýtta innviði gömlu sorpbrennslustöðvarinnar. Vandi við sorpförgun frá Ísafjarðarbæ er hluti af þessu samhengi og því væri skoðunarvert að nýta lífræn hráefni sem þar falla til sem hluta af heildarmyndinni.

  • Útdráttur er á ensku

    Investments in sustainable energy systems can support the infrastructure of local communities and thus support the quality of life. In that context, it is interesting to open a discussion on heating systems from the viewpoint of permaculture. Installment of “heat pumps” to harness low yield geothermal energy has been in consideration for heating the local homes, using the current central heating system of Ísafjarðarbær. There is an opportunity to supply more heating by burning raw biogas digested from biodegradable raw materials. The goal of the thesis is to explore such options from a permaculture viewpoint, and the main contribution of the thesis to the local discussion on bioenergy is a summary of and an original research on agricultural statistics including KDE heat maps. The results indicate that the possible utilization of already existing infrastructure Ísafjarðarbær should be explored further, especially the old incineration plant which is currently unused. The problems with garbage disposal in Ísafjarðarbær are a part of this equation, making the use of the biodegradable matter available there an interesting option.

Samþykkt: 
  • 30.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23067


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildartexti.pdf6.03 MBLokaður til...01.01.2025HeildartextiPDF
Forsíða.pdf103.82 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Titilsíða.pdf60.3 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Formáli.pdf54.16 kBOpinnFormáliPDFSkoða/Opna
01 Inngangur.pdf159.14 kBOpinnInngangurPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf85.87 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
02 Vistrækt.pdf700.15 kBOpinn2. kafliPDFSkoða/Opna
Heimildir.pdf140.01 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Viðauki A - Lífræn hráefni á Íslandi.pdf2.06 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Viðauki C - Línuleg aðhvarfsgreining.pdf924.84 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Viðauki D - Breytt aldursdreifing mjólkurbænda.pdf247.92 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna