is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23071

Titill: 
 • Farsæld í fóstri : líðan og velferð fósturbarna
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar og fjallar um farsæld í fóstri. Markmið rannsóknarinnar er að svara því hvað einkenni farsæld í fósturráðstöfun með tilliti til stöðugleika í fósturdvöl fyrir barnið, bæði hvað varðar búsetu og tilfinningatengsl eða ytri og innri stöðugleika. Reki, nýtt hugtak í fósturbarnarannsóknum hér á landi er sett fram í ritgerðinni. Reki nær bæði yfir fósturrof og flutning barns milli heimila, fóstur- eða upprunaheimilis.
  Rætt var við fimm ungmenni á aldrinum 18–21 árs sem öll höfðu verið í fóstri til lengri eða skemmri tíma. Rannsóknin er afturvirk og leitast er við að fá fram raddir fósturbarna, heyra skoðanir þeirra og upplifanir af fósturdvöl. Farsæld byggir á mörgum samverkandi þáttum en í rannsókninni er lagt upp með að fóstur sé farsælt ef ungmennunum finnist þeir tilheyra fósturfjölskyldunni.
  Með rannsókninni er þess vænst að niðurstöðurnar gefi nýja innsýn í fósturráðstafanir á Íslandi og hjálpi til við frekari uppbyggingu á samstarfi starfsmanna barnaverndar, fósturforeldra, kynforeldra og fósturbarna. Fósturforeldrar, reyndir sem óreyndir, geta einnig nýtt sér niðurstöðurnar til að átta sig á gildi fósturforeldra fyrir fósturbörn og að hverju skal huga þegar ókunnugt barn bætist við fjölskylduna.
  Í rannsókninni var fósturdvöl til langs tíma skilgreind sem stöðug búseta í fjögur ár eða lengur. Niðurstöður benda hvorki til þess að slík langtímadvöl leggi grunn að innri stöðugleika fósturbarnsins né heldur að skammtímadvöl sé vísir að innri óstöðugleika. Í þessu úrtaki virtust gæði samverustunda fremur en fjöldi hafa meiri áhrif á tengsl fósturbarns og fósturfjölskyldu. Líðan ungmennanna í fóstri var misgóð, sum þeirra áttu erfitt með að staðsetja sig innan fósturfjölskyldu annars vegar og upprunafjölskyldu hins vegar og sumum fannst þau tilheyra hvorugri fjölskyldunni sem hefur áhrif á bjargráð þeirra. Niðurstöður benda einnig til þess að eftirfylgni barnaverndar með líðan og högum fósturbarnanna hafi verið ábótavant.

Samþykkt: 
 • 30.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23071


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Farsæld í fóstri - Líðan og velferð fósturbarna - Vilborg Hjörný Ívarsdóttir.pdf828.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna