Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23072
Fast radio bursts (FRBs) are millisecond duration radio transients. The first published FRB detection was in 2007, in an archival search of a pulsar survey from 2001, and there are currently only 11 published detections. Most of the FRBs have been detected at the Parkes Radio Telescope in Australia, which has a beam width of 14.0', resulting in poor localization. FRB progenitors and origins are still unknown, and an abundance of progenitor theories have been suggested. FRBs are, however, generally believed to be of extragalactic origin, due to their high dispersion measure, which far exceeds the expected Galactic contribution. Repeated events have not been detected, and no afterglows have been observed. Two real-time FRB detections have been made, and one of them, FRB140514, was found to be 21±7% (3σ) circularly polarized. This polarization is believed to be intrinsic to the FRB, further constraining FRB progenitor theories. I gathered and analyzed data from the Nordic Optical Telescope and Fermi Large Area Telescope (LAT), looking for visual and gamma ray counterparts, respectively. The two probable visual FRB counterparts, observed during follow-up of FRB140514, did not have any association with the FRB. The Fermi LAT data analysis of four FRB events showed negligible flux, so a high energy FRB counterpart is unlikely.
Útvarpssnöggvar (ÚS) eru skammtíma útvarpsblossar sem vara einungis upp undir 10 millisekúndur. Fyrsti snöggvinn uppgötvaðist árið 2007, við skoðun á gagnasafni tifstjörnumælinga frá 2001. Eins og er hafa einungis 11 ÚS fundist. Flestir hafa þeir fundist með Parkes útvarpssjónaukanum í Ástralíu, en hann hefur 14.0' geislabreidd og þar af leiðandi ónákvæmur í staðsetningu uppsprettanna. Forverar og uppsprettur ÚS eru enn óþekkt og vegna þess er gnægð tillaga af forverakenningum. ÚS eru taldir eiga uppruna utan Vetrarbrautarinnar vegna hárra tvístrunarmála sem eru langt
umfram því sem búist er við innan Vetrarbrautarinnar. Engir endurteknir snöggvar hafa mælst, né heldur glæður. Einungis tveir snöggvar hafa fundist í rauntíma, og annar þeirra, FRB140514, mældist með 21±7% (3σ) hringskautun. Þessi skautun er talin vera eðlislæg fyrir ÚS, og setur því frekari skorður á forverakenningar þeirra. Ég safnaði saman og greindi gögn frá Norræna stjörnusjónaukanum og Fermi Large Area Telescope (LAT) í leit að hliðstæðum á sýnilega sviðinu og gammasviðinu. Tvær mögulegar hliðstæður á sýnilega sviðinu sem sáust í eftirfylgnimælingum á FRB140514 reyndust ekki tengjast snöggvanum. Greining á gögnum frá Fermi LAT á fjórum snöggvum sýndi fram á hverfandi gammageislun, svo ólíklegt er að ÚS hafi háorkuhliðstæður.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
FRBs.pdf | 43.59 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |