is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23074

Titill: 
  • Farsælir nemendur af erlendum uppruna
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar eru nemendur af erlendum uppruna og reynsla þeirra af íslensku skólakerfi. Unnið var úr viðtölum við fimm nemendur. Fjórir þeirra fæddust erlendis og töluðu ekki íslensku þegar þeir komu til landsins en einn fæddist á Íslandi. Allir stunduðu þeir nám við íslenska grunnskóla, luku framhaldsskóla og stunda nú nám við Háskóla Íslands. Tilgangur rannsóknarinnar er fyrst og fremst að athuga upplifun þessara farsælu nemenda og hvað einkennir velgengni þeirra. Markmiðið er að niðurstöðurnar gagnist öðrum nemendum af erlendum uppruna sem eru við nám í íslenskum grunnskólum, foreldrum þeirra og kennurum.
    Rannsóknarspurningin sem ritgerðin leitast við að svara er: Hvernig er reynsla stúdenta af erlendum uppruna af námi í íslenskum grunnskólum? Að auki voru réttindi þessara nemenda skoðuð. Viðmælendur voru spurðir ýmissa spurninga og úr þeim voru unnin þemu sem varpa ljósi á reynslu þeirra. Niðurstöðurnar leiða í ljós að aðstoð, stuðningur og áhugi foreldra leiki veigamikið hlutverk í góðum árangri viðmælenda. Nauðsynlegt þótti einnig að ná góðum tökum á íslensku og var það bæði til þess að auðvelda nám og til að eflast félagslega. Viðmælendur nefndu einnig mikilvægi þess að eiga íslenska vini, en þeir hjálpuðu bæði við að efla þekkingu þeirra á íslensku og einnig veittu þeir félagslegan stuðning. Móðurmáli allra nemenda var einnig viðhaldið, en sterkur bakgrunnur í móðurmáli auðveldar fólki að læra ný tungumál, samkvæmt kenningum málvísindamanna. Hluti viðmælenda minntist einnig á mikilvægi kynningar á heimalöndum sínum sem þau sáu um fyrir samnemendur sína.

Samþykkt: 
  • 30.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23074


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed.27.maí.pdf775.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna