is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23075

Titill: 
 • „Áhugi kennaranna skiptir svo miklu máli“ : hvernig leikskóla og grunnskóla tekst að mæta þörfum margbreytilegs barnahóps á skilum skólastiga.
 • „Teacher’s enthusiasm accounts“ : how do schools meet the needs of diverse students groups in the transition from kindergarten to compulsory school?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í núverandi aðalnámskrá leik- grunn- og framhaldsskóla er aukin áhersla lögð á samfellu í námi barna á milli skólastiga. Í fyrsta skipti er sameiginlegur inngangskafli aðalnámskrár fyrir öll skólastigin. Skýrt kemur fram í lögum að sveitarfélög eigi að stuðla að öflugu samstarfi milli leikskóla og grunnskóla og útvega skólunum tækifæri til samstarfs. Einnig eigi skólarnir að vinna að skóla margbreytileikans.
  Markmiðið með þessari rannsókn var að skoða yfirfærslu frá leikskóla í grunnskóla út frá hugmyndum um skóla margbreytileikans. Tilgangurinn var að fá upplýsingar um það hvernig þörfum barna með stuðning sé mætt og finna leiðir svo hægt sé að stuðla að aukinni samfellu úr leikskóla í grunnskóla fyrir öll börn. Stuðst er við hugmyndir þriggja fræðimanna til að skoða yfirfærsluna, vistfræðikenningu Bronfenbrenners, líkan Rimm-Kaufman og Pianta og kenningar Deweys um samfellu.
  Framkvæmd var eigindleg rannsókn og gagna aflað með því að skoða fyrirliggjandi gögn og taka viðtöl við foreldra, kennara og börn. Rannsóknin var tilviksrannsókn sem fór fram í einum leikskóla og einum grunnskóla í sveitarfélagi á landsbyggðinni.
  Niðurstöður leiddu í ljós að samstarf skólanna fólst aðallega í heimsóknum leikskólabarna í grunnskólann síðasta árið þeirra í leikskólanum. Áhugi var á meiri samvinnu milli skólastiganna meðal kennaranna og vildu þeir að sköpuð yrðu tækifæri fyrir sameiginlegan umræðuvettvang. Upplifun foreldra af skilunum á milli skólastiganna var misjöfn og fór það einhverju leyti eftir stuðningi við börnin og áhuga kennaranna. Börn sem voru komin með greiningu fyrir upphaf grunnskólagöngu fengu betri stuðning við yfirfærsluna. Óánægja var meðal foreldra og kennara vegna skorts á stuðningi í frímínútum og frístund í grunnskólanum. Foreldrar voru samt sem áður flestir ánægðir með samskiptin við skólana en bæta þyrfti miðlun upplýsinga til foreldra og þá sérstaklega um hvaða gögn fylgja börnunum í grunnskóla.

 • In the current national curriculum guides for kindergarten, compulsory schools and secondary schools there is increased focus on continuity in education between school levels. For the first time there is a common introductory chapter. As stated in the law on compulsory education municipalities should create opportunities for kindergarten and compulsory school to work towards good partnership. It’s also stated that all schools have to work towards inclusion.
  The objective of this study was to view the transition from kindergarten to compulsory schools with the perspective of inclusion. The purpose was to get information about how the needs of diverse students groups are met and find ways towards successful continuity in the transition from kindergarten to compulsory schools. Theories from three scholars on transitions were used, Bronfenbrenner’s ecological view, the model of Rimm-Kaufman and Pianta on transition and Dewey’s theories of continuity.
  Qualitative research methods were used. Data was collected from document analysis and semi structured interviews with parents, teachers and children. I used case study as research approach and the case was one kindergarten and one compulsory school in a municipality in rural Iceland.
  Main findings indicate the need to facilitate transition from kindergarten to compulsory school. Cooperation between the schools entails mainly visits of kindergarten children to compulsory school their last year in kindergarten. The teachers did have interest in increasing the cooperation between the schools with more time for discussion between teachers from both school levels. Parents’ experience of the transition varies and depends on the support the children got and their teacher’s enthusiasm. Children that had been diagnosed with impairment before they started in compulsory school got better support than other children during the transition. In the compulsory school both parents and teachers were dissatisfied with the lack of support during recess and afterschool programs. On the other hand most parents were satisfied with the cooperation but wanted the schools to improve exchange of information about the children both to them and to the compulsory school.

Samþykkt: 
 • 30.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Borghildur Sigurðardóttir-nytt.pdf1.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna