is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23086

Titill: 
  • Lykilmælikvarðar og umhverfisáhrif í íslensku fiskeldi. Flokkun ólíkra fiskeldiskerfa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ýmsar aðferðir eru notaðar til að meta umhverfisleg áhrif vöru. Lögð hefur verið áhersla á að meta heildstætt umhverfisáhrif með samræmdri aðferðafræði þar sem horft er til heildarlífsferils vöru en slíkar greiningar krefjast umfangsmikillar gagnasöfnunar og flókinnar aðferðafræði. Gerðar voru einfaldaðar vistferilsgreiningar fyrir íslensk fiskeldisfyrirtæki og felst einföldunin í að nota færri gögn en í fullri vistferilsgreiningu. Notast var við hugbúnað sem nýlega var þróaður til að auðvelda fyrirtækjum að sýna fram á stöðu sína í umhverfismálum með vistferilsgreiningum (SENSE, www.senseproject.eu). Markmiðið var að bera saman umhverfisleg áhrif ólíkra fiskeldiskerfa á Íslandi og að setja fram niðurstöður sem gætu nýst sem viðmið til samanburðar við önnur fyrirtæki. Einnig að skoða hvernig nýta megi umhverfisáhrif og frammistöðuvísa eins og notkun fóðurs, orku og vatns, ásamt magni frárennslisvatns og úrgangs til að lýsa og flokka mismunandi eldiskerfi. Einkennandi fyrir sjókvíaeldi var mikil díselnotkun og næringarefnaauðgun sjávar, en fyrir landeldi mikil rafmagnsnotkun, einkum þar sem borað var eftir vatni. Að öðru leyti voru umhverfisáhrif fiskeldiskerfa fyrst og fremst tilkomin vegna fóðurnotkunar og voru þau svipuð á milli fiskeldiskerfa. Þá var gerð viðhorfskönnun á meðal þeirra sem starfa í sjávarútvegs-og fiskeldisfyrirtækjum og spurt um þætti er lúta að umhverfislegri vitund. Niðurstöður voru bornar saman við svipaða könnun sem send var út árið 2010 og sýndu að umhverfisvitund hefur aukist á síðustu fimm árum. Lítil þekking er á vistferilsgreiningum í fiskeldisfyrirtækjum en fyrirtæki hafa áhuga á að geta metið umhverfisleg áhrif framleiðslunnar á einfaldan hátt til að miðla um frammistöðu og bera saman við aðra.

  • Útdráttur er á ensku

    Various methods are used to evaluate the environmental impact of products. Life cycle approach has been recommended where environmental impacts are assessed in a holistic way using harmonised life cycle assessment (LCA) methodology. LCAs in general require extensive data collection and complex methodology. Simplified life cycle assessments, which involve using fewer input data than in a full scale LCA, were carried out for Icelandic aquaculture companies using a recently developed web based tool. The tool facilitates companies to perform simplified LCA and thereby demonstrate their environmental performance (SENSE, www.senseproject.eu). The aim was to compare the environmental impacts of different fish farming systems in Iceland. Furthermore to explore how environmental performance indicators like the use of feed, energy and water, as well as wastewater and waste, can be used to describe and classify different farming systems. Such a classification is the first step to benchmarking farming systems according to environmental performance. Characteristics for marine cage farms are diesel use and marine eutrophication, while farming on land is characterised by electricity use, in particular if companies drill for underground water. The results showed that feed has the biggest impact on the environment and the impacts were similar between farming systems. Additionally, a survey was conducted among employees in fisheries and aquaculture companies, looking into aspects of environmental awareness. The results were compared to a similar survey conducted in 2010 in the seafood industry and showed that environmental awareness has increased in the last five years. There is generally limited knowledge of life cycle assessment in companies. However, there is interest among companies to apply easy to use tools for assessment of environmental impacts and to communicate and compare the results of their environmental performance.

Styrktaraðili: 
  • SENSE - Harmonised Environmental Sustainability in the European food and drink chain, Seventh Framework Programme: Project no. 288974. Funded by EC
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 1.10.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23086


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MscRitgerðRagnhildurEva.pdf2.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna