is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23088

Titill: 
 • Heilaáverkar meðal unglinga í handbolta: Algengi, skammtíma- og langtímaafleiðingar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Högg eða hnykkur á höfuð eða líkama getur valdið því að heilinn hreyfist hratt til og skelli á innanverða höfuðkúpuna. Truflunin sem verður á eðlilegri virkni heilans í kjölfarið er kölluð heilahristingur. Hjá ungu fólki eru íþróttir í öðru sæti yfir algengustu orsakir heilahristings á eftir bílslysum. Því er mikilvægt að afla frekari uplýsinga um höfuðhögg meðal íþróttamanna til að hægt sé að meta áhættuna sem fylgir iðkuninni.
  Markmiðið var að afla upplýsinga um algengi og alvarleika heilaáverka hjá 15-18 ára unglingum sem æfa handbolta ásamt þeim skammtíma- og langtímaafleiðingum sem verða í kjölfar þeirra.
  Rúmlega helmingur unglinganna hafði orðið fyrir höfuðhöggi yfir ævina.
  Höfuðhögg sem áttu sér stað í handbolta jukust með aldrinum og urðu algengari heldur en höfuðhögg utan handbolta í elstu aldurshópum. Öll nema tvö höfuðhögganna flokkuðust sem smávægileg eða væg og ekkert sem alvarlegt. Algengustu skammtímaeinkennin voru höfuðverkur, svimi eða skert jafnvægisskyn, mikil þreyta og ógleði og uppköst. Um helmingur þeirra unglinga sem höfðu fengið höfuðhögg yfir ævina fengu langtímaeinkenni, sem er mikið hærra hlutfall en sést hefur í sambærilegum rannsóknum. Þreytueinkenni, hugrænir erfiðleikar og verkir voru algengust. Þau einkenni sem ólíklegast var að hefðu gengið til baka hjá unglingunum voru kippir í útlimum eða krampi og einbeitingar- eða athyglisvandi en allir sem fengu þau höfðu þau ennþá í dag. Einkennin tilheyrðu flokkunum taugafræðileg- og hugræn einkenni sem voru þau einkenni er unglingarnir áttu erfiðast með að jafna sig á eftir heilaáverka.

Samþykkt: 
 • 1.10.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23088


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heilaáverkar meðal unglinga í handbolta.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Viðaukar.pdf1.58 MBLokaður til...01.10.2025ViðaukiPDF