is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23090

Titill: 
  • Umhverfi Skorarvatns vestan Drangajökuls á nútíma. Rannsókn á veðurvísum úr setkjarna SKR14-5A-1N-01
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið leitast við að túlka umhverfisaðstæður á nútíma í kringum Skorarvatn við vestanverðan Drangajökul með skoðun á setkjarna SKR14-5A-1N-01 sem tekinn var úr vatninu veturinn 2014. Kjarnanum var skipt í tvennt og mælingar gerðar á segulviðtaki og eðlisþéttleika. Sýnum var safnað samfellt niður kjarnann og hlutfall lífræns kolefnis ákvarðað með glæðingu. Tvö gjóskulög fundust í kjarnanum, Hekla-T sem hefur verið aldursgreind 6100 BP og Sn-1 úr Snæfellsjökli sem er aldursgreint 1820 BP og þau notuð til þess að byggja upp aldursmódel fyrir síðustu u.þ.b. 6000 ár. Túlkun umhverfisbreytinga miðast því við síðustu u.þ.b. 6000 ár út frá niðurstöðum mælinga á eðlisrænum (segulviðtaki og eðlisþéttleika) og lífrænum (kolefni) vísum. Meginniðurstaða túlkunar á gögnunum sýnir að loftslag í kringum Skorarvatn hefur farið kólnandi síðustu 5000 ár þó með einhverjum styttri hlýrri tímabilum inn á milli. Niðurstöður mælinga á setkjarnanum úr Skorarvatni sýna svipaðar niðurstöður og aðrar sambærilegar rannsóknir á Íslandi og benda til þess að stigvaxandi kólnun hafi átt sér stað frá því fyrir um 5000 árum BP og náð hámarki á Litlu ísöldinni á síðustu 500 árum. Þessi tími sem tengist nýjöklunartíma hófst eftir hámark hlýnunar á nútíma fyrir um 5500 árum. Samtíma aukning í segulviðtaki, eðlisþéttleika og lífrænu kolefni á síðustu 1820 árum BP bendir til aukningar á jarðvegsrofi í umhverfi Skorarvatns á því tímabili.

  • Útdráttur er á ensku

    Lake sediment core SKR14-5A-1N-01 was obtained from Skorarvatn west of Drangajökull in northwest Iceland in April 2014. The purpose of this study is to interpret environmental change around Skorarvatn during the late Holocene based on physical and biogenic proxies measured in the lake core. The core was split in two and magnetic susceptibility (MS) and density measured with a Geotek MSCL (Multi-Sensor-Core-Logger). Samples were collected continuously downcore and the ratio of organic carbon determined with loss-of-ignition. Two tephra layers were found in the core identified as Hekla-T, dated 6100 BP and Sn-1, which is from Snæfellsjökull glacier and dated to 1820 BP. These tephra layers were used to construct an age model for the core. Interpretation of environmental change is therefore constricted to the last ca. 6000 years BP and based on the results from measurements on physical (magnetic susceptibilty, density) and organic (organic carbon) proxies. For the interpretation only the sediments above the Hekla-T layer were used. Main results from this study of the aformentioned proxies show that the climate around Skorarvatn in general has been cooling for the last 5000 years although with a few warming intervals. The results correlate reasonably with similar studies done on other lake sediment cores in Iceland indicating possible stepwise cooling between 5000-to-4000 years BP coinciding with the onset of Neoglaciation and again between 3500-to-1820 years BP. Increase in magnetic susceptibility values, density and organic matter after 1820 years BP suggests increased soil erosion in the area around Skorarvatn.

Samþykkt: 
  • 1.10.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23090


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristófer Egilsson.pdf1.97 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna